Hvernig er hægt að auka virði íslenskra sjávarafurða á forsendum sjálfbærni, gegnsæi og hagkvæmni?

Ritgerðin er lokuð til júní 2016 Markmið þessa verkefnis er að kanna hvernig hægt sé að auka virði íslenskra sjávarafurða á forsendum sjálfbærni, gegnsæi og hagkvæmni. Undanfarin ár hefur umhverfisvitund vesturlandabúa aukist töluvert og eru neytendur orðnir meðvitaðri um hvaðan afurðir koma og hver...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Katrín Pálsdóttir 1984-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16124
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð til júní 2016 Markmið þessa verkefnis er að kanna hvernig hægt sé að auka virði íslenskra sjávarafurða á forsendum sjálfbærni, gegnsæi og hagkvæmni. Undanfarin ár hefur umhverfisvitund vesturlandabúa aukist töluvert og eru neytendur orðnir meðvitaðri um hvaðan afurðir koma og hver framleiðir þær. Hér á landi ríkir fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðlar að sjálfbærni, öflug tækni og mikil þekking og reynsla á sviði sjávarútvegsmála. Spurning er hvernig hægt sé að nýta þessa krafta til að auka virði afurðarinnar. Gerð var markaðskönnun í Bretlandi og Bandaríkjunum og kannað hvort mögulegur markaður væri fyrir viðskiptahugmynd sem byggist á sölu fiskafurða sem veidd eru á sjálfbæran hátt. Sérstæða hugmyndarinnar er að hanna rekjanleika forrit sem gerir neytendum kleyft að rekja afurðina á tæknilegan hátt. Tilgangur markaðskönnunnar var annarsvegar til að fá raunhæfar upplýsingar í gerð sölu- og fjárhagsáætlunar og hinsvegar að fá upplýsingar um markaðinn. Út frá fræðilegri umfjöllum, fjárhagsáætlun og markaðsrannsókn var lagt mat á það hvort viðskiptahugmyndin gæti átt sér stað í raunveruleikanum. Niðurstöður úr könnuninni voru sambærilegar fyrri könnunum sem snéru að viðhorfi neytenda til sjálfbærni, flest allir svarendur voru sammála því að þegar kemur að vali á sjávarfangi skiptir máli að velja sjálfbært. Niðurstöður benda til að markaður fyrir viðskiptahugmynd sem þessa gæti verið til staðar og mögulega er hægt að framkvæma hugmyndina á hagkvæman hátt. The purpose of this thesis is to find out how to increase the value of Icelandic fish in terms of sustainability, transparency and efficiency. In recent years, environmental awareness has increased and consumers care more about where products come from and who produces it. In Iceland there is a fisheries management system that promotes sustainability, good technology and experience in the field of fisheries. The question is how to use it to increase the value of the products. Market research was conducted in the UK and US to explore whether ...