Hefur unglingalýðræði áhrif á starfsemi félagsmiðstöðva? : mikilvægi innra starfs unglinga í félagsmiðstöðvum landsins

Markmið þessarar ritgerðar er að skoða innra starf ungmenna sem eru í stjórnum húsráða í félagsmiðstöðvum á Íslandi og finna út hvort þau hafi með starfi sínu áhrif á starfsemina og virkni annarra ungmenna. Kanna auk þess hvort unglingalýðræði sé virkt í félagsmiðstöðvum og hvort farið sé eftir lýðr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Indriði Jósafatsson 1960-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16116
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að skoða innra starf ungmenna sem eru í stjórnum húsráða í félagsmiðstöðvum á Íslandi og finna út hvort þau hafi með starfi sínu áhrif á starfsemina og virkni annarra ungmenna. Kanna auk þess hvort unglingalýðræði sé virkt í félagsmiðstöðvum og hvort farið sé eftir lýðræðislegum aðferðum þegar valið er í stjórnunarstörf sem tilheyra unglingum í félagsmiðstöðvunum. Tilgangurinn er að bæta við þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á starfi félagsmiðstöðva og skoða viðfangsefnið út frá lýðræðislegri hugmyndafræði. Það er á margan hátt spennandi þar sem afar fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi um ungmennin sjálf sem stjórna og þau áhrif sem þau hafa á starfið. Við rannsókn þessa var beitt eigindlegum rannsóknaraðferðum í formi viðtala við þátttakendur en þeim hefur verið beitt við sambærilegar rannsóknir í áratugi. Tekin voru viðtöl við unglinga sem taka þátt í stjórnun innra starfs í 10 félagsmiðstöðvum í fjórðungum landsins. Einnig voru tekin viðtöl við starfsmenn til að fá nánari upplýsingar um starfið sem fram fer. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að unglingarnir eru í flestum tilfellum virkir þátttakendur í félagsmiðstöðvarráðum og innra starfi félagsmiðstöðva, hvort sem um er að ræða lítil eða stór sveitarfélög. Unglingar í húsráðum virðast vera mjög meðvitaðir um hlutverk sitt og hvað unglingalýðræði stendur fyrir í starfinu. Aftur á móti kemur í ljós að starf og virkni ungmennaráða sveitarfélaga er mjög mismunandi og benda niðurstöður rannsóknar til að munur sé á milli stærðar sveitarfélaga þegar virkni ungmennaráða er skoðuð og hvernig farið er með unglingalýðræði. Eins komu í ljós tengsl á milli stærðar sveitarfélaga þar sem félagsmiðstöðin var og þess fjármagns sem veitt var til starfseminnar. Niðurstöður þessarar rannsóknar ættu að gefa þeim sem fyrir félagsmiðstöðvarstarfi standa og starfsfólki á þeim vettvangi, staðfestingu á mikilvægi þess að unglingar fái sjálfir að taka þátt í innra starfi og að vinnan sem þarna fer fram sé lýðræðisleg og í takt við ...