Borgarbúskapur í fjölbýlishúsagörðum

Ritgerðin fjallar um borgarbúskap (e. urban agriculture) í fjölbýlishúsagörðum. Reykjavík er ekki þéttbyggð og hefur tiltölulega stór svæði sem eru grasblettir og græn svæði. Sum þessara svæða eru garðar fjölbýlishúsa sem byggð voru í kringum sjöunda áratug síðustu aldar. Vitað er að borgarbúskapur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arnþór Tryggvason 1985-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16113
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um borgarbúskap (e. urban agriculture) í fjölbýlishúsagörðum. Reykjavík er ekki þéttbyggð og hefur tiltölulega stór svæði sem eru grasblettir og græn svæði. Sum þessara svæða eru garðar fjölbýlishúsa sem byggð voru í kringum sjöunda áratug síðustu aldar. Vitað er að borgarbúskapur getur stuðlað að bættri lýðheilsu og ýmiss konar umhverfis- og samfélagsbótum. Einnig hefur sannast að hann er efnahagslega raunhæfur kostur sem hjálpar borgum að verða sjálfbærari. Markmiðið með rannsókninni, sem þessi ritgerð fjallar um, er í fyrsta lagi að greina ávinning og hindranir borgarbúskapar og tengja við matvælakerfið og skipulag borga. Í öðru lagi að skoða mismunandi fjölbýlishúsasvæði innan Reykjavíkur og mæla stærðir fjölbýlishúsagarða og áætla ræktunarrými. Í þriðja lagi að kanna núverandi notkun íbúa á fjölbýlishúsagarðinum og viðhorf þeirra gagnvart því að nýta garðinn undir matjurtaræktun. Auk þess er athugað hvort íbúar eru tilbúnir að leggja fjármagn í garðrækt og hvort þeir eru tilbúnir að leigja út garðinn til þeirra sem hafa áhuga á borgarbúskap. Fræðilegar heimildir voru skoðaðar ásamt því að tvö viðtöl voru tekin. Síðan voru 9 svæði valin í jafnmörgum hverfum Reykjavíkur og stærð garðana mæld og stærð ræktunarrýmis áætluð. Spurningalisti var borinn út í 450 íbúðir á svæðunum og niðurstöður könnunarinnar greindar. Margs konar ávinning er hægt ná fram með borgarbúskap en hann hefur einnig sínar hindranir. Matvælakerfið myndi verða fyrir nokkrum áhrifum ef borgarbúskapur eykst og þá er hægt að fullyrða að það væri sjálfbærara. Mælingarnar sýna að fjölbýlishúsagarðarnir eru rúmgóðir og hver íbúð hefur frá tæpum 40 m2 og allt upp í rúma 100 m2 eftir því hvar hún er staðsett í borginni. Könnunin gefur vísbendingar um að fjölbýlishúsagarðarnir eru oftar en ekki mjög lítið notaðir ásamt því að þátttakendurnir voru frekar áhugasamir að taka þátt í matjurtaræktun í garðinum. Þátttakendurnir voru einnig áhugasamir um að leggja fé í matjurtaræktun en ekki eins áhugasamir um að leigja garðinn út til ...