Gefa viðbrögð við eldgosi innsýn í krísustjórnun: Dæmi frá Icelandair

Fræðigrein Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði víðtæk áhrif á íslenskt samfélag, ekki síst á flugsamgöngur vegna öskuskýsins sem myndaðist við það. Truflanir á flugi teygðu anga sína um stóran hluta Evrópu þannig að flugleiðir lokuðust og farþegar komust ekki leiðar sinnar. Icelandair fór ekk...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Regína Ásdísardóttir 1973-, Runólfur Smári Steinþórsson 1959-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16070
Description
Summary:Fræðigrein Eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafði víðtæk áhrif á íslenskt samfélag, ekki síst á flugsamgöngur vegna öskuskýsins sem myndaðist við það. Truflanir á flugi teygðu anga sína um stóran hluta Evrópu þannig að flugleiðir lokuðust og farþegar komust ekki leiðar sinnar. Icelandair fór ekki varhluta af ástandinu og stóð frammi fyrir miklum erfiðleikum við að halda uppi þjónustu við farþega sína. Viðfangsefni þessarar greinar er að skoða hvort og hvernig raundæmi frá Icelandair, þar sem viðbrögð félagsins eru rakin þegar truflanir vegna gossins voru mestar, gefi innsýn í krísustjórnun. Um könnunarrannsókn er að ræða og tilgangurinn er að átta sig á ýmsum breytum og áhrifaþáttum krísustjórnunar og draga fram áhugaverðar spurningar til frekari skoðunar. Gerð er grein fyrir hugtökunum krísa og krísustjórnun, atburðarás og viðbrögð Icelandair eru rakin, og niðurstöður dregnar saman í svörum við rannsóknarspurningunum sem lagðar eru fram. Helstu niðurstöður eru í fyrsta lagi að skilgreina má ástandið sem skapaðist hjá Icelandair í kjölfar gossins sem krísuástand. Í öðru lagi að krísuteymi, upplýsingamiðlun og samstarf við hagsmunaaðila hafi verið veigamiklir þættir í viðbrögðum félagsins. Í þriðja lagi að viðbrögð Icelandair hafi vegna sérstöðu krísunnar verið byggð á reynslu og þekkingu félagsins og að framvinda athafna hafi verið um margt sjálfsprottin. The 2010 volcanic eruption in Eyjafjallajökull had an extensive impact on the Icelandic society, especially on air traffic due to the volcanic ash cloud which emerged. Flight disturbance also occurred in large parts of Europe, causing air routes to close down, hindering passengers to proceed with their travelling. Icelandair, Iceland´s largest airline company, was hugely affected by this extreme situation, which made the continuing of operations a great challenge. The subject of this article is to investigate whether and how a case study on Icelandair´s reactions, during the peak of disturbance on operations, can give an insight into crisis management. ...