Áhrif hvata á störf lækna

Fræðigrein Rannsóknir á raungögnum benda til þess að fólk bregðist við hvötum. Slíkt viðbragð er þó mismikið við mismunandi aðstæður. Í þessari grein eru áhrif mismunandi greiðslufyrirkomulags á störf lækna skoðuð. Ferliverkasamningar sem voru tímabundið við lýði á Landspítala - háskólasjúkrahúsi er...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Una Jónsdóttir 1989-, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/16038
Description
Summary:Fræðigrein Rannsóknir á raungögnum benda til þess að fólk bregðist við hvötum. Slíkt viðbragð er þó mismikið við mismunandi aðstæður. Í þessari grein eru áhrif mismunandi greiðslufyrirkomulags á störf lækna skoðuð. Ferliverkasamningar sem voru tímabundið við lýði á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eru teknir til skoðunar, saga þeirra er rakin og varpað ljósi á hvaða áhrif afnám þeirra hefur haft á samfélagið. Mældar voru hlutfallslegar líkur á að sjúklingum væri vísað í speglun eftir að ferliverkasamningar féllu úr gildi, samanborið við þegar þeir voru í gildi. Tíðni speglana árin 2000-2002 var borin saman við tíðni speglana árin 2003-2005. Gögn fengust frá Landspítala við Hringbraut þar sem speglanir voru flokkaðar eftir tegundum yfir tímabilið. Frá Landspítala í Fossvogi fengust aðeins tölur um heildarspeglanir á ári úr starfsemisupplýsingum spítalans. Frá Sjúkratryggingum Íslands fengust tölur yfir mismunandi speglanir framkvæmdar á einkastofum lækna á tímabilinu og að lokum fengust, til samanburðar, sambærilegar tölur frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Akureyri átti engin breyting sér stað í greiðslutilhögun til lækna á tímabilinu. Niðurstöður sýndu að á einkastofum voru 185% meiri líkur á að einstaklingar færu í meltingavegs- og berkjuspeglun eftir að ferliverkasamningum lauk, en á Landspítalanum minnkuðu líkurnar á speglun um 38,2%. Hlutfallsleg hætta á að einstaklingum væri vísað í speglun á höfuðborgarsvæðinu heilt á litið jókst en líkurnar voru 3,57% meiri á speglun eftir að ferliverkasamningum lauk. Metin tengsl breytinga á greiðslufyrirkomulagi og speglanatíðni eru töluverð, bæði hvað varðar tölfræðilega marktækni og stærð áhrifanna, sem geta tæpast talist smávægileg. Theoretical economics and empirical results indicate that people respond to incentives. However, the magnitude of those responses differs according to behavior and context. We investigated the effect of contracts for ambulatory-care services temporarily in effect at Landspitali - The National University Hospital of Iceland on physicians’ ...