Límtré styrkt með basalt- og glertrefjamottum

Í þessari rannsókn er lögð áhersla á að kanna áhrif þess að styrkja límtré með FRP trefjaefnum í togbrún með það að markmiði að auka efnisgæði þess. Til þess að rannsaka áhrif mismunandi styrkingarefna og mismunandi styrkingarhlutfalls var gert reiknilíkan. Reiknilíkanið var gert til að fást við óst...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðjón Rafnsson 1979-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15980
Description
Summary:Í þessari rannsókn er lögð áhersla á að kanna áhrif þess að styrkja límtré með FRP trefjaefnum í togbrún með það að markmiði að auka efnisgæði þess. Til þess að rannsaka áhrif mismunandi styrkingarefna og mismunandi styrkingarhlutfalls var gert reiknilíkan. Reiknilíkanið var gert til að fást við óstyrkta og styrkta límtrésbita. Það tekur á línulegri elastískri hegðun sem og plastískri hegðun sem timbur verður fyrir undir þrýstingi. Til að sannreyna reiknilíkanið var það borið saman við tilraunaniðurstöður úr tilraun sem gerð var við Háskólann í Reykjavík 2011. Einn af kostum þess að styrkja timburbita er sá að hægt er að minnka þversniðið á meðan haldið er sömu beygjustífni í bitanum. Þetta var skoðað í verkefninu og það kom í ljós að það er hægt að minnka þversniðið um 20% með því að styrkja bitann um 1,5% af þverskurðarflarmáli í togbrún.