Frelsissvipting ungra hælisleitenda við ólögmæta landgöngu

Efni ritgerðarinnar er frelsissvipting ungra hælisleitenda við ólögmæta landgöngu. Markmiðið er að leita svara við því hvort slíkt sé yfir höfuð leyfilegt, í hvaða tilvikum og á hvaða grundvelli. Fá börn án fylgdar hafa leitað hælis hér á landi. Ritgerðin varpar þó ljósi á að á árinu 2012 leitaði ti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísabet Aagot Árnadóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15947
Description
Summary:Efni ritgerðarinnar er frelsissvipting ungra hælisleitenda við ólögmæta landgöngu. Markmiðið er að leita svara við því hvort slíkt sé yfir höfuð leyfilegt, í hvaða tilvikum og á hvaða grundvelli. Fá börn án fylgdar hafa leitað hælis hér á landi. Ritgerðin varpar þó ljósi á að á árinu 2012 leitaði til landsins aukin fjöldi ungra hælisleitenda en vafi lék á aldri þeirra. Meginreglan er sú að þegar vafi leikur á aldri, á að koma fram við viðkomandi eins og barn þar til annað hefur verið sannað. Í upphafi ritgerðar er gerð grein fyrir umgjörð og regluverki sem gildir um réttarstöðu ungra hælisleitenda. Þar á eftir er sjónum beint að aðferðum við greiningu á aldri þeirra. Er þar horft til þeirra áhrifa sem möguleg breyting á túlkun ákvæða Dyflinnarreglugerðarinnar getur haft á ábyrgð ríkisins á meðferð hælisumsókna. Því næst eru kortlögð þau skilyrði sem gerð eru í íslenskum lögum fyrir landgöngu hælisleitenda. Ritgerðin færir rök fyrir því að nauðsynlegt getur reynst að vista ungan hælisleitenda í gæsluvarðhald meðan rannsakað er hver viðkomandi er. Gæsluvarðhaldi skal þó einungis beitt ef sama markmiði verður ekki náð með öðru vægara úrræði. Af dómi Hæstaréttar í máli nr. 430/2012 er dregin sú ályktun að heimilt er að svipta unga hælisleitendur frelsi við eftirfarandi skilyrðum uppfylltum. Annars vegar að vista skuli barn við barnvinsamlegar aðstæður. Hins vegar að vista skuli ófullveðja einstakling frá fullorðnum. Ritgerðin færir rök fyrir því að þau skilyrði eru ekki uppfyllt í framkvæmd. Er því í lokakafla ritgerðarinnar vikið að tillögu um annað vistunarúrræði sem felst í stofnun sérstakrar móttökumiðstöðvar fyrir hælisleitendur. Er í því samhengi litið til ákvæða norskra útlendingalaga um vistun barna í móttökumiðstöð við ólögmæta landgöngu. Ætla má að ef slík móttökumiðstöð verður að veruleika hér á landi getur hún verið liður í jákvæðri réttarþróun um réttindi fylgdarlausra barna. This thesis examines the deprivation of liberty of young asylum seekers who enter Iceland illegally. The object of this thesis ...