Olíunotkun á Íslandi : iðnaður, orkuvinnsla og upphitun : varaafl viðbragðsaðila

Olía er víða um heim nýtt til iðnaðar, orkuvinnslu og upphitunar. Vel er fylgst með olíunotkun í heiminum og á Íslandi gildir það sama þrátt fyrir að olíunotkun sé sáralítil hér á landi samanborið við mörg önnur lönd. Margar ástæður valda því að nauðsynlegt er að fylgjast með olíunotkun landa og hef...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ilic, Olivera, 1980-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15777
Description
Summary:Olía er víða um heim nýtt til iðnaðar, orkuvinnslu og upphitunar. Vel er fylgst með olíunotkun í heiminum og á Íslandi gildir það sama þrátt fyrir að olíunotkun sé sáralítil hér á landi samanborið við mörg önnur lönd. Margar ástæður valda því að nauðsynlegt er að fylgjast með olíunotkun landa og hefur Orkustofnun það hlutverk með höndum hér á landi. Einn hluti olíunotkunarinnar er orkuvinnsla en þar sem megnið af raforku er framleitt með jarðvarma eða vatnsafli fer stór hluti þeirrar olíu sem notuð er í orkuvinnslu til framleiðslu á varaafli. Vegna þess hve raforka er okkur nauðsynleg við margar daglegar athafnir er mikilvægt að nægt varaafl sé til staðar til að halda uppi þeim lífsmáta sem við eigum að venjast. Markmið þessa verkefnis var tvíþætt: 1. Að greina gögn frá notendum olíu í iðnaði, orkuvinnslu og upphitun og bera þau saman við gögn frá olíufélögunum til að sjá hvort hægt er að styðjast við gögn olíufélaganna til að fá raunhæfa mynd af olínotkun í ofangreindum flokkum. 2. Að afla gagna um varaafl viðbragðsaðila og meta starfhæfni þeirra við víðtækt og/eða langvarandi rafmagnsleysi, til að mynda vegna óveðurs eða annarra náttúruhamfara. Helstu niðurstöður verkefnisin eru: 1.a. Gögn olíufélaganna eru nokkuð nákvæm og því er hægt að notast við þau til að áætla gróflega heildarolíunotkun í iðnaði og orkuvinnslu 1.b. Ekki var hægt að staðfesta nákvæmni í gögnum olíufélaganna fyrir olíunotkun til upphitunar vegna skorts á gögnum en ekki var hægt að afla allra nauðsynlegra gagna á verktíma verkefnisins 2.Viðbragðsaðilar eru misvel búnir aðgengi að varaafli ef á þarf að halda. Víða mætti setja upp einkarafstöðvar á starfsstöðvum viðbragðsaðila og auk þess eru birgðir fyrir hverja stöð mjög mismunandi og þar af leiðandi einnig mögulegur vinnslutími stöðvanna. Úr því mætti bæta, t.d. með viðmiðunarreglum eða verklagsreglum. Use of oil is very important to most countries in the world. That includes Iceland, although most of the energy produced and used here in Iceland is either geothermal or hydroelectric. ...