Réttindi fanga og þau skilyrði sem þeim fylgja samkvæmt lögum um fullnustu refsinga nr. 49/2005

Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.A.-prófs við Lagadeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir þeim réttindum sem fangar hafa samkvæmt lögum um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og takmörkunum sem þeim geta fylgt. Ákvæðin eru skoðuð og bætt við þau eftir því sem við á úr öðru...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Auðun Daníelsson 1982-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15770
Description
Summary:Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.A.-prófs við Lagadeild Háskólans á Akureyri. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir þeim réttindum sem fangar hafa samkvæmt lögum um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og takmörkunum sem þeim geta fylgt. Ákvæðin eru skoðuð og bætt við þau eftir því sem við á úr öðrum lögum, reglugerðum og reglum ásamt umfjöllunum umboðsmanns Alþingis. Þannig er reynt að skilgreina hver réttindin eru í raun og að auki verður farið yfir túlkanir á matskenndum orðum sem skipta oft miklu máli við nýtingu réttindanna. Lög um fullnustu refsinga veit þessum tiltekna samfélagshópi ákveðin réttindi á vissum sviðum ásamt því að takmarka eða setja skilyrði um þau. Réttindi í þessu samhengi geta til að mynda varðað samskipti við umheiminn, heilbrigðisþjónustu, leyfi, vistunarúrræði og reynslulausn. Heimilt er að takmarka flest réttindi sem gefin eru með fullnustulögum og grundvöllur fyrir slíku getur verið hegðun eða brotaferill. Mönnum er því ávallt umbunað fyrir góða hegðun. Í ritgerðinni er byrjað á að fjalla um réttindi fanga áður en kemur til fangelsisvistar. Því næst er fjallað um almenn réttindi í fangelsisvist sem ekki er hægt að skerða. Þar á eftir er umfjöllun um þau réttindi í fangelsisvist sem háð eru skilyrðum og að lokum um áunnin réttindi fanga. Farið er almennt yfir lögin og bætt við orðskýringum og túlkunum eftir fremsta megni. Bætt er við álitum umboðsmanns Alþingis sem oft gefa góða mynd af því hvort eitthvað í lögunum eða starfsáttum þarf að laga. Í ritgerðinni kemur fram að vankantar eru á heilbrigðismálum er varða fanga sem og lagaákvæðum um laun. Þar að auki þarf að yfirfara ákvæði um reynslulausn og gera þau skýrari hvað varðar útreikninga á hvenær réttur til reynslulausnar hefst. Nefnd hefur verið skipuð til að gera heildar endurskoðun á lögunum og er því von á að bætt verður úr þeim réttindum fanga sem miður hafa farið. The following thesis is the final assignment for a B.A. degree at the faculty of law at the University of Akureyri. In the thesis are set forth the rights ...