Súlur : virkni skipulags

Verkefnið er lokað til 31.12.2133. Verkefni þetta er unnið fyrir Akureyrarstofu, en á vegum hennar hefur verið að störfum vinnuhópur um mögulega sameiningu þriggja starfandi stofnana á Akureyri, Menningarfélagsins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Verkefninu er ætlað að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Alma Guðmundsdóttir 1966-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15763
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 31.12.2133. Verkefni þetta er unnið fyrir Akureyrarstofu, en á vegum hennar hefur verið að störfum vinnuhópur um mögulega sameiningu þriggja starfandi stofnana á Akureyri, Menningarfélagsins Hofs, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á hvort fyrirfram ákveðið skipulag fyrir Súlur, sem er hugmynd að sameinuðu félagi, geti uppfyllt hlutverk og markmið þess. Við vinnslu verkefnisins var leitast við að svara þremur megin rannsóknaspurningum: 1. Hverjir eru megin hagsmunaðilar menningarstofnunarinnar og hverjir eru hagsmunir þeirra? 2. Hversu vel kemur hið nýja skipulag til með að þjóna mismunandi þörfum þeirra aðila er að Súlum koma? 3. Er líklegt að breytt skipulag styðji við menningarstefnu Akureyrarbæjar um frelsi til listsköpunar? Gagnaöflun fór fram með því að tekin voru viðtöl við stjórnendur menningarfélaganna þriggja ásamt framkvæmdastjóra Akureyrarstofu. Einnig var unnið upp úr gögnum í eigu félaganna. Í fyrri hluta verkefnisins eru fræðin skoðuð út frá stefnumótun, skipulagi og mati á árangri skipulagsheilda. Jafnframt er lagt mat á hlutverk menningarfélaganna þriggja og rekstur þeirra. Í síðari hluta verkefnisins eru hagsmunaaðilar skilgreindir og áhrif breytinganna á þá, ásamt því að fara yfir möguleg hagræðingartækifæri. Skipulagið skoðað með tilliti til skilvirkni og hagræðingar og auk þess leitað svara við spurningum eins og hvað hafa þurfi í huga þegar fyrirtæki eru sameinuð og hvernig menning hefur áhrif á skipulag. Helstu niðurstöður eru að skipulagið geti vel þjónað hagsmunum sameinaðs félags með tilliti til aukinnar skilvirkni og hagræðingar. Með því að nýta hagræðingartækifæri og skilvirkni skipulagsins fæst aukið fjármagn til menningarframleiðslu sem ætti að skila sér í auknum gæðum og fjölbreytni í list- og menningarviðburðum. Áhrif á hagsmunaaðila eru flest jákvæð en skipulagsbreytingarnar hafa áhrif á starfsfólk þar sem í því er gert ráð fyrir fækkun stjórnenda og starfsfólks í stoðþjónustu. Ekki verður séð að ...