Rannsókn á vali framhaldsskólanema á Akureyri á háskólum

Markmið þessarar ritgerðar var að finna hvað veldur mun á ásókn nemenda Menntaskólans á Akureyri (MA) og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) í Háskólann á Akureyri (HA) og hvort munurinn sé þess eðlis að hægt sé að breyta honum með markaðsaðgerðum. Það eru tveir framhaldsskólar á Akureyri, MA og VMA...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lísbet Hannesdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15759
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar var að finna hvað veldur mun á ásókn nemenda Menntaskólans á Akureyri (MA) og Verkmenntaskólans á Akureyri (VMA) í Háskólann á Akureyri (HA) og hvort munurinn sé þess eðlis að hægt sé að breyta honum með markaðsaðgerðum. Það eru tveir framhaldsskólar á Akureyri, MA og VMA og einn háskóli, HA. Það munar 100% á nýskráningum nemenda í HA en tvöfalt fleiri koma úr VMA en MA. Niðurstöður sýna að nemendur skólanna eiga margt sameiginlegt en það sem greinir þá að er menntun foreldra þeirra, líkur á því að þeir vilji fara í skiptinám á meðan á námi þeirra stendur, hversu vel þeir telja HA henta og mat þeirra á hversu líklegt er að þeir fari í HA. Rannsakandi telur að flókið samspil margra þátta valdi mun á ásókn nemenda og taki langan tíma að breyta. Svo virðist sem nemendur MA hafi fyrirframákveðnar skoðanir um skólannog hvort þeir vilji fara þangað. Telur hann að ævintýragirni hafi þar djúpstæð áhrif. Líkt og tilhneiging til að taka sér frí á milli framhaldsskóla og háskóla er einnig tilhneiging til að vilja flytja frá Akureyri og prófa eitthvað nýtt. Áhugasvið nemenda skólanna er mismunandi og erfitt að breyta því en það þyrfti að sýna þeim nemendum sem flytja frá Akureyri til að sækja sömu menntun og býðst í HAfram á að þeir geta verið í heimabyggð, fengið góða menntun ásamt því að fara erlendis í skiptinám og svalað þannig ævintýragirni sinni. Þessi markaðssetning ásamt mikilli vinnu í innri markaðssetningu gæti virkað vel til að minnka mun milli skóla og fjölga nýskráningum nemenda úr MA að mati höfundar. This thesis’s objective is to point out what differs in Akureyri’s secondary education(‘s) students when it comes to choosing higher education and whether the difference is changeable by marketing efforts. There are two secondary education schools in Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri (MA) and Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA), and one university, University of Akureyri (HA). The difference in enrollment is that students from VMA are two times more likely to enroll than students from ...