Markaðssetning metans á Akureyri

Þetta lokaverkefni er unnið í samvinnu við Norðurorku hf. Markmið skýrslunnar er að kanna hvar sóknarfæri eru fyrir metangas á Akureyri, hvernig ætla mætti að þróunin yrði og í öðru lagi hver samkeppnisstaða metansgass væri á móti hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Með sjálfbærri þróun í huga ákvað Stjór...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnar Sturla Gíslason 1953-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15755
Description
Summary:Þetta lokaverkefni er unnið í samvinnu við Norðurorku hf. Markmið skýrslunnar er að kanna hvar sóknarfæri eru fyrir metangas á Akureyri, hvernig ætla mætti að þróunin yrði og í öðru lagi hver samkeppnisstaða metansgass væri á móti hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Með sjálfbærri þróun í huga ákvað Stjórn Norðurorku hf. að láta rannsaka sorphaugana á Glerárdal og fá úr því skorið hvort hagkvæmt væri að hefja metangasframleiðslu. Í framhaldi af rannsókninni var ákveðið að koma upp hreinsibúnaði ásamt söluaðstöðu fyrir metanið en metan er efnasamband kolefnis og vetnis sem myndast við rotnun lífræns úrgangs. Vinsældir metans eru alltaf að aukast og í dag eru 1.254 bílar á Íslandi sem nota metan að öllu eða einhverju leiti sem eldsneyti. Metanið er takmörkuð auðlind og sölumagn fer eftir afköstum hreinsistöðvar. Forsendur fyrir því hversu hagkvæmt er að nýta metan og samkeppnisstaða metangas gagnvart dísilolíu og bensíni er að lagast eru að stjórnvöld niðurgreiða metanbíla með niðurfellingu á vörugjöldum, hafa lægri bifreiðagjöld á þeim og leggja ekki olíugjald á metangas. Felld eru niður vörugjöld af nýjum metanbílum, greidd eru lágmarks bifreiðagjöld, endurgreiðsla á olíugjaldi til almenningsbíla hefur verið lækkuð og einingarverð á metani er mun lægra en á hefðbundnu jarðefnaeldsneyti. Stórnotendur geta sparað verulegar upphæðir á eldsneytiskaupum. Markaðurinn á Akureyri er nýr fyrir metan, við gerð þessarar skýrslu var horft á væntanlega stórnotendur eins og Akureyrarbæ og fyrirtæki sem eru með mikinn akstur í starfssemi sinni sem væntanlega viðskiptavini. Niðurstaðan er að afstaða pólitískra fulltrúa er frekar jákvæð en þeir gera ráð fyrir að það taki nokkurn tíma að endurnýja bílaflota bæjarins. Forsvarsmenn fyrirtækja og leigubílstjórar hafa lítið kynnt sér metan. Norðurorka þarf að fara í markaðssetningu þar sem væntanlegum viðskiptavinum eru kynntir kostir og hagkvæmni þess að nýta metan, kynna þeim lagaumhverfi sem snertir metangas og sýna fram á hagkvæmni þess að nota það sem eldsneyti á bíla. Lykilorð: ...