Týndu bækurnar; Markaðssetning á ungmennabókum

Læst til 22.5.2113 Að sögn bókaútgefanda sem höfundur ræddi við eru ungmennabækur á Íslandi ekki markaðssettar sérstaklega heldur er notuð fjöldamarkaðssetning á bókum og því telur höfundur að oft falli ungmennabækurnar í skuggann af öðrum bókum. Af og til heyrast háværar raddir í þjóðfélaginu um að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefanía Helga Stefánsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15739
Description
Summary:Læst til 22.5.2113 Að sögn bókaútgefanda sem höfundur ræddi við eru ungmennabækur á Íslandi ekki markaðssettar sérstaklega heldur er notuð fjöldamarkaðssetning á bókum og því telur höfundur að oft falli ungmennabækurnar í skuggann af öðrum bókum. Af og til heyrast háværar raddir í þjóðfélaginu um að ungmenni séu nánast hætt að lesa. Í könnun höfundar ritgerðar kom hins vegar fram að ungmenni virðast vera að lesa bækur sér til skemmtunar og meirihluti þeirra sem les ekki sér til skemmtunar telur sig ekki hafa tíma í lestur eða hafa of mikið að gera í skólanum. Bókaútgefendur, bókaverslanir og bókasöfn ættu að virkja þennan markhóp sem getur orðið lesendur alla ævi, með því að nýta fjölbreyttar aðferðir markaðsfræðinnar með samhæfðri markaðslegri boðmiðlun til þess að ná til ungmennanna. Í Bandaríkjunum er til dæmis farið að bera á því að ungmenni eru í vaxandi mæli farin að kaupa sér bækur að lesa og eru þau talin vera vænlegur markhópur fyrir bókaiðnaðinn. Höfundur ritgerðar setti fram rannsóknarspurninguna: Hvernig er hægt að markaðssetja bókmenntir fyrir fólk á aldrinum 12-18 ára á Íslandi? Svarið við þeirri spurningu er ekki einfalt eins og fjölbreyttar hugmyndir höfundar sýna. Mikilvægt er að bókaútgefendur, bókaverslanir og bókasöfn viti hvað vekur áhuga ungmenna og nær athygli þeirra. Bókaútgefendur, bókaverslanir og bókasöfn ættu að nota fjölbreyttar aðferðir markaðsfræðinnar, en huga að því að samræma allt kynningarstarf sitt, samhæfð markaðsleg boðmiðlun. Tillögur höfundar að ritgerð lokinni eru að gera þurfi viðamikla athugun með stærra úrtaki, svipaða og höfundar, á meðal ungmenna á Íslandi á því hvort þau lesi sér til skemmtunar, af hverju og af hverju ekki. Athuga þarf hvort ungmennabókamarkaðurinn sé eins lítill og erfiður og bókaútgefendur halda og kanna hvort einfaldlega sé verið að sinna þeim markaði nægilega vel með markaðssetningu og þjónustu. Lykilorð: ungmenni, lestur, markaðssetning, bókmenntir. A publisher in Iceland who the author talked to about marketing of young adult literature ...