Listin að lesa : hver eru viðhorf til læsis og læsisvenjur nokkurra stráka og stelpna í 4. bekk?

Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Megintilgangur hennar er að skoða viðhorf og lestrarvenjur barna í 4. bekk og hvernig skóli getur haft áhrif á eflingu læsis hjá börnum. Lestur er mikilvægur þáttur í daglegu lífi barna og byggir nám að mestu á því...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kolbrún Hlín Stefánsdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15711
Description
Summary:Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Megintilgangur hennar er að skoða viðhorf og lestrarvenjur barna í 4. bekk og hvernig skóli getur haft áhrif á eflingu læsis hjá börnum. Lestur er mikilvægur þáttur í daglegu lífi barna og byggir nám að mestu á því að þau séu læs. Góð lestrarfærni er talin mikilvæg í upplýsingaþjóðfélagi nútímans hvort sem litið er á færnina sem undirstöðu til náms eða þátttöku í samfélaginu. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er á fræðilegan hátt varpað ljósi á mikilvægi læsis í nútímasamfélagi. Hugtökin lestur og læsi eru skýrð, gerð er grein fyrir undirstöðuþáttum lestrar, lestrarþróun og lestrarferli auk þess sem fjallað er um ýmsar leiðir til þess að efla læsi. Í seinni hluta ritgerðarinnar eru fjallað um rannsóknir á lestraráhuga stráka og stelpna. Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti stráka eru verr staddir hvað varðar lesskilning og lestraráhuga heldur en stelpur. Fjallað er meðal annars um kynjamun á lestrarárangri, lestraráhuga og lesskilningi. Auk þess er sagt frá hvernig umhverfisþættir svo sem heimili og skóli geta haft áhrif á lestraráhuga barna auk bókasafnsnotkunar. Jafnframt er greint frá niðurstöðum og aðferðafræði rannsóknar sem undirrituð gerði á meðal fjögurra stráka og fjögurra stelpna í 4. bekk til að varpa enn frekar ljósi á lestraráhuga barna í 4. bekk. Meginniðurstöður sýndu að ekki er kynjamunur á viðhorfi barna til lestrar auk þess sem allir þátttakendur lásu sér til yndisauka. Lesturinn var auðveldari fyrir strákana en hugtakið spennandi kom oftast fyrir í svörum barnanna. Jafnframt kom fram að strákar sáu föður eða móður frekar lesa bækur á heimili heldur en stelpur. This paper is a final thesis towards B.Ed. degree at the department of Education at the University of Akureyri. The main goal is to find out what attitude and reading habits children in fourth grade have and how schools can affect the development of literacy in children. Reading is an important element in every day life and children´s education heavily relies ...