"Þetta er alltaf ávinningur" : reynsla grunnskólakennara af bekkjarfundum

Verkefnið er lokað til 10.6.2030. Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefni hennar eru bekkjarfundir og reynsla kennara af þeim í starfi sínu. Bekkjarfundir hafa á síðasta áratug vakið athygli og vaxið í vinsældum í íslenskum grunnskól...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir 1982-, Kristín Margrét Gísladóttir 1983-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15708
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 10.6.2030. Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefni hennar eru bekkjarfundir og reynsla kennara af þeim í starfi sínu. Bekkjarfundir hafa á síðasta áratug vakið athygli og vaxið í vinsældum í íslenskum grunnskólum og eru notaðir samhliða ýmsum stefnum sem unnið er eftir í skólum. Tilgangurinn er að þjálfa félagsfærni nemenda, styrkja sjálfstraust þeirra og sjálfsábyrgðarkennd og efla lýðræðisvitund þeirra. Leitast var við að svara eftirfarandi: Hvers vegna nota kennarar bekkjarfundi, hvernig er notkun þeirra háttað og hver er ávinningurinn fyrir kennara og nemendur? Fjallað er um bekkjarfundi í fræðilegu samhengi, leitast við að rekja uppruna þeirra í skólastarfi og fjallað um notkun fundanna í íslenskum skólum. Einnig er framkvæmd þeirra lýst og tilgangurinn skoðaður. Rýnt er í rannsóknir, bæði íslenskar og erlendar, sem tengjast bekkjarfundum. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru rýnihópaviðtöl við kennara í tveimur grunnskólum, með það að markmiði að skoða reynslu þeirra af bekkjarfundum í starfi. Að lokum eru niðurstöður rannsóknarinnar kynntar og þær bornar saman við fræðin. Meginniðurstöður eru á þá leið að kennararnir telja bekkjarfundi mikilvæga fyrir skólastarfið í heild þó að framkvæmdin geti reynst vandasöm. Athygli vakti þó hversu lítil þjálfun kennaranna er í framkvæmd bekkjarfunda þegar horft er til þess hversu mikilvægir þeir teljast fyrir skólastarfið. Almennt virðast bekkjarfundirnir vera hluti af reglulegu starfi kennaranna og framkvæmd þeirra svipuð því sem lagt er upp með í fræðunum. Í ljós kom að ávinningurinn er margþættur og skilar sér í bættum samskiptum í skólasamfélaginu í heild. This thesis is a final project for a Bachelors Degree in Primary and Lower Secondary Education from the University of Akureyri. The topic is class meetings and teachers' experiences utilizing them in their class rooms. In the past decade, class meetings have become more and more popular in Icelandic ...