Lestraránægja : áhrifaþættir ánægjulegrar upplifunar af lestri

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Tilgangur verkefnisins er að varpa ljósi á áhrifaþætti í ánægjulegri upplifun af lestri og koma auga á leiðir til að hvetja til aukins lesturs og efla áhuga. Fræðilegur hluti ritgerðarinnar er byggður á rannsóknu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnheiður Guðný Magnúsdóttir 1979-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15699
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Tilgangur verkefnisins er að varpa ljósi á áhrifaþætti í ánægjulegri upplifun af lestri og koma auga á leiðir til að hvetja til aukins lesturs og efla áhuga. Fræðilegur hluti ritgerðarinnar er byggður á rannsóknum og fræðigreinum sem gefa til kynna áhrifaþætti í lestraránægju. Lestur er vitsmunalegt ferli og því er lestrarupplifun einstaklingsbundin. Lesskilningur er ein grundvallarforsenda ánægjulegrar upplifunar af lestri en skilningur á texta gerir lesanda kleift að lifa sig inn í efnið og draga ályktanir. Í ritgerðinni er fjallað um þætti sem hafa áhrif á lesskilning og greint frá lesskilningsaðferðum. Í rannsóknum á lestrarvenjum barna er komið inn á kynjamun í lesskilningi, áhuga á lestri og misjafnar lestrarvenjur en drengir standa stúlkum ekki jafnfætis hvað þessa þætti varðar. Afgerandi niðurstaða rannsókna á lestrarvenjum koma inn á mikilvægi þess að tengja lestur áhugasviði lesenda. Áhugahvöt getur virkað sem drifkraftur á lestur og eykur lestraránægju. Niðurstöður benda jafnframt til að mæta þurfi ólíkum þörfum og löngunum í tengslum við form lestrarefnis. Lestur er ekki aðeins bundinn við bóklestur hann nær til allra forma lestrarefnis og er ávallt af hinu góða. Félagsleg samskipti hafa mikið að segja í lestraránægju, félagsleg áhrif koma fram þegar börn ræða sín á milli og við lestrarfyrirmyndir sínar. Unninn er hugmyndabanki sem byggir á fræðilega hluta ritgerðarinnar en markmið hans er að benda á leiðir til að efla áhuga á lestri og hjálpa nemendum að upplifa lestur sem áhuga- og eftirsóknarverða iðju. This thesis is submitted for a B.Ed. degree in pedagogy at the University of Akureyri. The purpose of this thesis is to identify influential factors in the enjoyment of reading, and to find ways to encourage additional reading and enhance enthusiasm. The theoretic part of the thesis is based on researches and treatises that indicate influential factors in the enjoyment of reading. Reading is an intellectual ...