Umfram allt börn : um bráðgervi barna og kynjaða orðræðu

Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar eru birtingarmyndir bráðgervis barna þar sem gengið var út frá rannsóknarspurningunni: hverjar eru helstu birtingarmyndir bráðgervis barna og hvernig má ætla að kynjuð orðræða samfélagsins...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hólmfríður Helga S. Thoroddsen 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15697
Description
Summary:Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar eru birtingarmyndir bráðgervis barna þar sem gengið var út frá rannsóknarspurningunni: hverjar eru helstu birtingarmyndir bráðgervis barna og hvernig má ætla að kynjuð orðræða samfélagsins hafi áhrif? Til að byggja undir svarið var leitast við að gera grein fyrir hugtökunum greind og bráðgervi, með hliðsjón af kenningum fræðimanna á borð við Jean Piaget, Lev S. Vygotsky, Howard Gardner og Robert J. Sternberg. Einnig er fjallað um helstu kenningar innan kynjafræða með áherslu á hið póststrúktúralíska sjónarhorn, sem snýr að því að greina ráðandi orðræðu með tilliti til valdatengsla í samfélaginu. Litið var bæði til innlendra og erlendra rannsókna um samskipti innan skólastofunnar með tilliti til kynjaðrar orðræðu. Þá er fjallað um helstu birtingarmyndir bráðgervis hjá börnum, sjálfsmynd þeirra, staðalímyndir um bráðgervi og skoðað hvort þær birtingarmyndir séu mismunandi á milli kynjanna. Sú umræða var að lokum sett í samhengi við fyrirliggjandi heimildir um kynjaða orðræðu. Úrvinnsla heimilda leiddi í ljós að þegar kemur að staðalímyndum og kynin annars vegar og bráðgervi hins vegar standa bráðgerar stúlkur töluvert verr að vígi en bráðgerir drengir. Ráðandi hugmyndir samfélagsins um hvað telst kvenlegt og ekki setur bráðgerum stúlkum þröngar skorður þegar kemur að sjálfsmynd og félagstengslum, en ekki síður drengjum og þá helst þeim sem sýna bráðgervi á sviðum sem samkvæmt orðræðunni teljast kvenleg (s.s. myndlist, leiklist og tónlist). The following paper is a final thesis for a B.Ed-degree at the faculty of education from the University of Akureyri. The subject matter is the manifestation of giftedness in children, focusing on if, and how, it is influenced by gendered discourse. An attempt will be made to present and explain the concepts of human intelligence and giftedness, taking into account the theories of scholars such as Jean Piaget, Lev S. Vygotsky, Howard Gardner and Robert J. Sternberg. ...