Útikennsla við Gefnarborg í Garði

Verkefnið er lokað til 1.4.2015. Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í kennaradeild við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefni ritgerðarinnar er útikennsla við leikskólann Gefnarborg í Garði. Nærumhverfi leikskólans Gefnarborgar er góður kostur fyrir útikennslu, þar sem umhverfið er bæði ósnor...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sveinbjörg Þóra Gunnarsdóttir 1968-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15694
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 1.4.2015. Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í kennaradeild við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefni ritgerðarinnar er útikennsla við leikskólann Gefnarborg í Garði. Nærumhverfi leikskólans Gefnarborgar er góður kostur fyrir útikennslu, þar sem umhverfið er bæði ósnortið og manngert. Ritgerðin skiptist í fjóra hluta, í fyrsta hluta er sagt frá útikennslu og hvaða gildi hún hefur fyrir nemendur. Það er mikill ávinningur fyrir börn að fara markvisst í útikennslu, hreyfingin er nauðsynleg fyrir þau og þau upplifa umhverfið sitt á annan hátt og kynnast nýjum hlutum. Í öðrum hluta er fjallað um kenningar þriggja fræðimanna sem viðkoma námi barna. Ég byrja á því að kynna fjölgreindakenningu Gardners, en hann taldi að grunngreindir hvers einstaklings væru átta og hver þeirra mismikið ríkjandi hjá hverjum einstaklingi því þarf kennari að nota mismunandi kennsluaðferðir eftir greindum. Kenning Deweys fjallar um nám barna og taldi hann að barn þyrfti að læra af reynslunni. Kenning Piaget fjallar um vitsmunaþroska barna og hann skipti þroskanum í ákveðin stig. Piaget taldi að barn þyrfti að uppfylla ákveðinn þroska til að komast á næsta stig. Þriðji hluti ritgerðarinnar fjallar um leikskólann Gefnarborg og nærumhverfi hans. Fimm útikennslusvæði voru valin fyrir útikennslu. Fyrirhuguð útikennslusvæði eru Gauksstaðatún sem er spölkorn frá Gefnarborg, það er stórt tún sem hentar vel fyrir leiki. Næsti staður er Bræðraborg sem er skrúðgarður og hentar vel fyrir útikennslu, þar er útikennslusvæði sem einnig er notuð af grunnskólanum, og þar er mikil flóra af gróðri. Tjaldsvæðið við íþróttamiðstöðina hentar einnig vel vegna umhverfisins í kringum það. Umhverfið við Gefnarborg er tilvalið fyrir ratleiki og aðra útikennslu, þar eru þúfur og hátt gras sem gaman er að leika sér í. Í fjórða hluta ritgerðarinnar eru svo kynntar þrjátíu tillögur að útikennsluverkefnum sem henta vel fyrir börn í leikskóla. Útikennsluverkefnin eru aðallega hugsuð með fjölgreindakenningu Howards Gardners í huga. This ...