„Fólk heldur oft að við séum bara hippar úti á túni, en þetta er blóð, sviti og tár.“ Þróun grasalækningahefðar á Íslandi og áhrif stofnanavæðingar á alþýðuhefð

Í þessari 60 eininga meistaraprófsritgerð er grasalækningahefð á Íslandi fyrr og nú tekin til rannsóknar. Leitast er við að varpa ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað hvað varðar stöðu, aðferðir og hugmyndafræði grasalækna þvert á tíma og ekki síst stöðu grasalækninga í samtímanum. Meðal annars e...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elsa Ósk Alfreðsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15670
Description
Summary:Í þessari 60 eininga meistaraprófsritgerð er grasalækningahefð á Íslandi fyrr og nú tekin til rannsóknar. Leitast er við að varpa ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað hvað varðar stöðu, aðferðir og hugmyndafræði grasalækna þvert á tíma og ekki síst stöðu grasalækninga í samtímanum. Meðal annars er togstreita milli ólíkra lækningaaðferða sem hefur átt sér stað á síðustu öldum dregin fram og einnig núverandi togstreita um vísindi og viðurkennt form þekkingar. Viðhorf menntaðra grasalækna og grasalæknafjölskyldu einnar (hér kölluð Grasalæknafjölskyldan), sem hefur numið þekkingu sína af eldri kynslóðum langt aftur í ættir, verða borin saman til þess að kanna stöðu grasalækningahefðar í samtímanum. Fyrri hluti rannsóknar byggir á kenningum um hóp, sjálfsmynd, hefð og menningararf. Rakin er svo söguleg þróun grasalækninga hér á landi. Síðari hluti rannsóknar byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð og þar með viðtölum, þátttökuathugun, spurningarlistum en einnig eru annars konar heimildir teknar til skoðunar. Í ljós kom að grasalæknar sem starfa á Íslandi í dag skiptast í ólíka tvo hópa. Annar hópurinn er menntaður frá opinberum háskólastofnunum erlendis, hefur BSc gráðu og tengir sig við vísindarannsóknir og undirstöðu í læknisfræði og lyfjafræði. Hinn hópurinn telur afkomendur hvað þekktustu alþýðu- og grasalækna hér á landi, svo sem Grasa-Þórunnar, Erlings Filippussonar og Ástu grasalæknis. Í ætt þeirra hafa reynsluvísindi borist milli kynslóða um aldir og þekking þeirra numin frá barnæsku. Áður fyrr var orðspor alþýðulækna og sagnir af þeim þeirra „prófskírteini“ en svo virðist sem Grasalæknafjölskyldan hafi á síðustu árum, með tilkomu menntaðra grasalækna, endurskilgreint sig sem menningararf. Þannig öðlast þau nýja rödd sem er tekin marktæk í nútíma samfélagi sem einkennist af vísindahyggju og markaðsöflum. This thesis discusses the herbal medicine tradition in Iceland, past and present. It seeks to shed light on the development of social status, methods and ideology of Icelandic herbalists over time, as well ...