Tækifæri og takmarkanir virkrar nótnaskriftar

Tilgangur nótnaskriftar er að miðla hugverki tónskálds. Frá upphafi tuttugustu aldarinnar hafa tónskáld ögrað hugmyndinni um tónlist og þar af leiðandi hefðbundna nótnaskriftarkerfinu. Á 20. öldinni bættust óteljandi hljóð í hljóðabanka tónskálda. Þrátt fyrir tilraunir um að bæta við táknum í hefðbu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir 1989-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15644
Description
Summary:Tilgangur nótnaskriftar er að miðla hugverki tónskálds. Frá upphafi tuttugustu aldarinnar hafa tónskáld ögrað hugmyndinni um tónlist og þar af leiðandi hefðbundna nótnaskriftarkerfinu. Á 20. öldinni bættust óteljandi hljóð í hljóðabanka tónskálda. Þrátt fyrir tilraunir um að bæta við táknum í hefðbundna nótnaskriftarkerfið náði það aðeins yfir lítinn hluta hugmyndanna. Því var eðlilegt að tónskáld leituðu á ný mið og þróuðu ný nótnaskriftarkerfi til þess að koma hugmyndum sínum í ritað form. Fyrst kom fram grafísk nótnaskrift sem margir töldu skildari málaralist en nótnaskrift. En með auknum tækniframförum og aðgengilegri tækni skaust fram á sjónarsviðið tæknilegri frændi grafísku nótnaskriftarinnar, virk nótnaskrift. Virk nótnaskrift er öll nótnaskrift sem hreyfist og birtist á skjá, tölvuskjá eða skjávarpa, en hún getur annað hvort verið myndbandsnótnaskrift eða myndbandsrauntímanótnaskrift. Þetta nýja tungumál eykur frelsi í tónlistarsköpun og hjálpar tónskáldinu að átta sig á tónsmíðahugmyndum ómögulegum með hefðbundnu nótnaskriftinni. Tilgangur hennar er hinn sami og hefðbundnu nótnaskriftarinnar: að vera fyrirmæli að tónlistarflutningi og miðla þannig hugverki tónskáldsins. Henni er ekki ætlað að koma í stað hefðbundna nótnaskriftarkerfisins heldur bæta við tólum í verkfærakassa tónskáldsins.