Að neita því augljósa : könnun á þverstæðum og notagildi þeirra fyrir myndlistarkennslu

Líkt og undirtitill þessarar ritgerðar ber með sér felur hún í sér könnun á þverstæðum (e. paradox). Í því felst að gerð er fræðileg grein fyrir því hvað hugtakið þverstæða felur í sér. Byggt á þeim grunni fjallar ritgerðin um margvísleg tengsl ólíkra þverstæðna við myndlist og þá möguleika sem í þe...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóna Hlíf Halldórsdóttir 1978-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15633
Description
Summary:Líkt og undirtitill þessarar ritgerðar ber með sér felur hún í sér könnun á þverstæðum (e. paradox). Í því felst að gerð er fræðileg grein fyrir því hvað hugtakið þverstæða felur í sér. Byggt á þeim grunni fjallar ritgerðin um margvísleg tengsl ólíkra þverstæðna við myndlist og þá möguleika sem í þeim felast fyrir hugmyndavinnu myndlistarnema. Í ritgerðinni er bókin Selur kemur í heimsókn sérstaklega tekin til umfjöllunar út frá svokölluðum rökfræðilegum þverstæðum. Þverstæður eru einnig teknar til umfjöllunar út frá kenningum um notkun þrautalausna sem kennsluaðferð í myndlist. Færð eru rök fyrir því að þversagnir geti verið heppilegt umfjöllunarefni í myndlistarkennslu og geti t.d. nýst til að örva hugmyndavinnu nemenda. Hluti ritgerðarinnar byggir á rannsóknarvinnu höfundar út frá áfanga sem kenndur var við Myndlistaskólann á Akureyri. Gerð er grein fyrir áfanga sem var uppbyggður í kringum fræðilegan hluta þessarar ritgerðar. Afmarkaðar eru þrír þættir til að leggja mat á og draga ályktanir út frá, til að meta rannsóknarspurningu ritgerðarinnar. Spurningin var afmörkuð með þessum hætti: eru þverstæður, svo sem í barnabókinni Selur kemur í heimsókn, heppilegt námsefni fyrir hugmyndavinnu myndlistarnema sem þrautalausnir í myndlistarkennslu? Var það og niðurstaða þessarar ritgerðar að þeirri spurningu yrði að svara játandi. Like this thesis’ subtitle implies, it explores paradoxes. It contains a summary based on various sources on what the concept of ‘paradox’ means. From there the thesis delves into the relationship between modern art and paradoxes and the possibilites this relationship might beget, in teaching courses on how to develop new ideas. The children’s book A Visit from a Turtle by Deitch and Hlavatýis taken into consideration. Paradoxes are also dealt with in ligth of theories on using puzzle-solving as a teaching method in teaching art. It is argued that paradoxes might be a good topic in art classes, for instance in order to develop and stimulate students’ ideas and how they work and think ...