Að nema rödd lýðræðisins : hvernig er hægt að örva og dýpka skapandi og gagnrýna hugsun?

Íslensk menntastefna eins og hún birtist í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 er grundvölluð á sex þáttum. Þeirra á meðal eru lýðræði, mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Til að lýðræði og mannréttindi geti þrifist og dafnað þurfa borgararnir að búa yfir virkri og gagnrýnni hugsun sem ýtir undir skapand...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnfríður Svala Arnardóttir 1959-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15628
Description
Summary:Íslensk menntastefna eins og hún birtist í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011 er grundvölluð á sex þáttum. Þeirra á meðal eru lýðræði, mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Til að lýðræði og mannréttindi geti þrifist og dafnað þurfa borgararnir að búa yfir virkri og gagnrýnni hugsun sem ýtir undir skapandi lausnaleit í flóknum heimi. Gagnrýnin hugsun er aflvaki sköpunarkraftsins sem hvert samfélag þarfnast og getur leitt til nýsköpunar. Í flóknum heimi nútímans þarf einstaklingurinn á öllu því að halda sem eflt getur sjálfsmynd hans og sjálfstæði, en einnig þarf hann að búa yfir eiginleikum sem gera hann hæfan til samvinnu og góðra samskipta. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á mikilvægi þessara þátta og það er jafnframt tilraun til að finna þeim háleitu markmiðum sem námskráin boðar samastað í tilverunni. Sá samastaður er í þessu tilviki framhaldskólinn. Fræðimenn eins og Dewey, Eisner og Gardner setja allir sköpunarkraft einstaklingsins í forgrunninn. Miða eigi að alhliða þroska einstaklingsins og þjálfa sem flesta þætti mannlegrar greindar. Margir eru sammála um þessar grundvallarhugmyndir. En hvernig er hægt í anda þeirra fræða og vitneskju sem fyrir liggur að kenna skapandi, gagnrýna og lýðræðislega hugsun? Í þessari ritgerð er kynnt námsefni, þar sem fengist er við þessa spurningu. Þar er leitast við að skapa svigrúm til að æfa þá menntun andans sem um ræðir og hefur svo mikið verið boðuð. Education in Iceland, as it is described in the curriculum for secondary schools, is based on six fundamental principles. These are for example democracy, human rights, equality and creativity. In order to keep democracy and human rights alive and developing, the citizens have to be able to think in an active and critical way, which helps them to find solutions in our complicated modern world. Critical thinking is the driving force of the creative power, which every society needs and can lead to innovation. In the complicated modern world, individuals needs to make use of everything, which can improve their ...