Garðahverfi í fortíð og nútíð

Í Garðahverfi á Álftanesi eru merki um minjar frá fyrri öldum byggðar. Þjóðminjasafn Íslands hefur unnið að skráningu þessara minja og nemur fjöldi þeirra um 500. Markmið þessa verkefnis er að finna leið til að gera menningarminjar í Garðahverfi áhugaverðan hluta af umhverfinu og gera þær jafnframt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tinna Rut Pétursdóttir 1988-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15582
Description
Summary:Í Garðahverfi á Álftanesi eru merki um minjar frá fyrri öldum byggðar. Þjóðminjasafn Íslands hefur unnið að skráningu þessara minja og nemur fjöldi þeirra um 500. Markmið þessa verkefnis er að finna leið til að gera menningarminjar í Garðahverfi áhugaverðan hluta af umhverfinu og gera þær jafnframt aðgengilegar almenningi. Til að ná settu markmiði voru gerðar greiningar á náttúru-, menningar- og upplifunarþáttum svæðisins. Út frá greiningum eru síðan lagðar fram hönnunartillögur fyrir afmarkað svæði í Garðahverfi. Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur um nokkurt skeið unnið að deiliskipulagi fyrir svæðið og hefur ráðgjafafyrirtækið Alta verið með í ráðum. Ítarleg undirbúningsvinna vegna deiliskipulagsins fór fram árin 2009 og 2010 og var ýmsum gögnum um minjar og náttúru svæðisins safnað sem höfundur naut góðs af. Ekki er ráðist í miklar breytingar á svæðinu heldur er reynt að virkja styrkleika svæðisins. Stuðlað er að varðveislu menningar- og náttúruminja í Garðahverfi. Sérstaklega er tekið mið af sögulega sérstöku búsetulandslagi og aldagömlu hlutverki svæðisins, sem kirkju- og menningarstaðar, en um leið er lögð áhersla á að gera almenningi kleift að stunda þar útivist, komast í nálægð við náttúruna og sögu fyrri tíma. Óvenjulega miklar minjar hafa varðveist í Garðahverfi, en það er sérstakt að svo samfellt svæði innan höfuðborgarsvæðisins sé enn að mestu leyti óhreyft. Elstu minjar í Garðahverfi eru líklega frá landnámi en segja má að á síðmiðöldum hafi Garðahverfi myndað þorp, eða að minnsta kosti verið vísir að þorpi. Það er því óhætt að segja að „menningarlandslag“ af þessu tagi sé fátítt ef ekki einstakt. Fornleifar eru takmörkuð og óendurnýjanleg auðlind. Minjar sem ekki hafa verið varðveittar eru glataðar að eilífu. Okkur ber því skylda til að umgangast eftirstandandi minjar af virðingu og gæta þeirra fyrir hönd komandi kynslóða. Íslenskar menningarminjar eru lifandi vitnisburður um samfélagsskipan og lífshætti liðinna kynslóða. Mikilvægt er að hlúa að stað sem þessum og gæta þess að hann haldi sérkennum sínum um ókomna tíð.