Hæfisreglur sveitarstjórnarlaga : samanburður á hæfisreglum sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986, nr. 45/1998 og nr. 138/2011

Verkefnið er lokað til 11.5.2050. Ritgerð þessi fjallar um hæfisreglur sveitarstjórnarmanna. Hæfisreglur komu fram í íslenskum reglugerðum eftir fyrirmynd frá dönskum lögum, fyrst í sveitarstjórnarlögum frá árinu 1985, síðan í stjórnsýslulögum frá árinu 1993 og hafa nú enn á ný verið lögfestar í nýj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þuríður Pétursdóttir 1984-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15462
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 11.5.2050. Ritgerð þessi fjallar um hæfisreglur sveitarstjórnarmanna. Hæfisreglur komu fram í íslenskum reglugerðum eftir fyrirmynd frá dönskum lögum, fyrst í sveitarstjórnarlögum frá árinu 1985, síðan í stjórnsýslulögum frá árinu 1993 og hafa nú enn á ný verið lögfestar í nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Ekki verður deilt um mikilvægi slíkra reglna, ekki síst í fámennum sveitarfélögum en þar eru stundum gerðar vægari kröfur til sérstaks hæfis sveitarstjórnarmanna. Sú venja hefur myndast í réttinum að hæfisreglur sveitarstjórnarlaga eru túlkaðar til hliðsjónar við stjórnsýslulög og með hinum nýju sveitarstjórnarlögum hefur þessi venja verið lögfest. Hæfisreglur eru notaðar af miklum móð í stjórnsýslunni og litið er til öryggis- og traustssjónarmiða þegar hæfi er ákvarðað. Ýmsar breytingar hafa orðið á löggjöfinni í gegnum tíðina og hún hefur orðið æ nákvæmari og hlotið veigameiri stöðu en áður. Til að mynda hefur hæfisákvæði sveitarstjórnarlaga færst frá því að vera 45. gr. laganna til þess að vera 20. gr. Ekki hefur reynt á hæfisreglur nýrra laga í dómum Hæstaréttar, álitum Umboðsmanns Alþingis eða úrskurðum ráðuneytanna og því er erfitt að segja til um hvaða áhrif, ef einhver, breytingarnar hafa haft. This essay is about the competence of representatives in municipal governments in Iceland. Compentence rules first appeared in Icelandic regulations with the Danish law as exemplary, they are now to be found in the local government legislation and the administrative law of Iceland. How the rules of competence have developed and changed through the years is worth the attention as they have been of more importance. In a small country like Iceland, such rules are of great importance. It is an acquired habit in Iceland to interpret the local government legislation in accordance with the administrative law of Iceland. When using competence rules in the administrative and municipal field it is important to look at safety- and trust viewpoints when deciding on competence of ...