Skimun á þunglyndi, kvíða og streitu hjá einstaklingum á norðanverðum Vestfjörðum : er þörf fyrir staðbundna geðheilbrigðisþjónustu?

Geðraskanir eru algengar hér á landi sem og annars staðar í veröldinni, en algengi þeirra hefur mælst hlutfallslega minna á Vestfjörðum, miðað við önnur landssvæði. Markmið rannsóknarinnar var að athuga með líðan einstaklinga 18 ára og eldri á norðanverðum Vestfjörðum, kanna algengi þunglyndis kvíða...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigríður Jóna Sigurjónsdóttir 1966-, Jónína Þorkelsdóttir 1974-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15404
Description
Summary:Geðraskanir eru algengar hér á landi sem og annars staðar í veröldinni, en algengi þeirra hefur mælst hlutfallslega minna á Vestfjörðum, miðað við önnur landssvæði. Markmið rannsóknarinnar var að athuga með líðan einstaklinga 18 ára og eldri á norðanverðum Vestfjörðum, kanna algengi þunglyndis kvíða og streitu og að nálgast vitneskju um viðhorf til geðheilbrigðisþjónustunnar á svæðinu. Notast var við DASS-42 (Depression, Anxiety and Stress Scale) sjálfsmatskvarðann sem skimunartæki. Einnig voru nokkrar viðbótarspurningar þar sem spurt var um kyn, aldursbil og námsstig auk spurninga tengdum geðheilbrigðis-þjónustu. Alls voru 345 einstaklingar frá sex þéttbýlisstöðum sem eru á norðanverðum Vestfjörðum, Bolungarvík, Flateyri, Ísafirði, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri sem tóku þátt í rannsókninni. Gagnasöfnunin tók yfir tvær vikur af mars mánuði 2013. Þátttakendum var skipt niður í sex hópa eftir aldri svo betur mætti átta sig á aldursdreifingu í úrtakinu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að flestum þeim einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni leið vel andlega eða voru ekki að glíma við þunglyndi, kvíða eða streitu. Allmargir, eða um 25% þeirra upplifðu þó ekki slíka vellíðan og áberandi var hve margir úr yngsta aldurshópnum áttu erfitt andlega samkvæmt sjálfsmatskvarðanum. Tíðni þunglyndis, kvíða og streitu mældist mest hjá yngsta aldurshópnum eða um 44%, tíðnin var vel merkjanleg hjá einstaklingum á aldrinum 26 til 66 ára, um 20% en mældist um 24% samanlagt hjá elsta aldurshópnum, 67 ára og eldri. Stór hluti þátttakenda, 73,6% telja mikla og mjög mikla þörf fyrir sérfræðiþjónustu á sviði geðheilbrigðismála á svæðinu. Algengi þess að íbúum á svæðinu liði illa og vissu ekki hvert skyldi leita eftir aðstoð, um 40% allra, gætu gefið vísbendingar varðandi klínískan vanda og skorts á viðunandi heilsugæslu á sviði geðheilbrigðis. Psychiatric disorders are common here in Iceland like elsewhere in the world, but their prevalence has been measured relatively low in the Westfjords compared to other areas of the ...