Viðhorf skjólstæðinga Fjölskylduráðgjafar Heilsugæslunnar á Akureyri til þjónustunnar sem þar er í boði

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf skjólstæðinga Fjölskylduráðgjafar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri (HAK) til þjónustunnar sem þar er í boði. Með því var hægt að fá haldbærar upplýsingar um hvernig þjónustan reynist skjólstæðingum og hvort einhverja þætti þjónustunnar mætti bæta. R...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Linda Rún Traustadóttir 1990-, Ásta Gísladóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15399
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf skjólstæðinga Fjölskylduráðgjafar Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri (HAK) til þjónustunnar sem þar er í boði. Með því var hægt að fá haldbærar upplýsingar um hvernig þjónustan reynist skjólstæðingum og hvort einhverja þætti þjónustunnar mætti bæta. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Fjölskylduráðgjöf HAK. Þátttakendur voru einstaklingar sem höfðu sótt þjónustu til Fjölskylduráðgjafarinnar á árunum 2010-2012. Starfsfólk HAK hafði samband við einstaklingana og samþykktu alls 416 að fá sendan spurningalista í gegnum tölvupóst. Af þeim voru 250 þátttakendur þegar upp var staðið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að 76% (n = 190) þátttakenda voru mjög eða frekar ánægðir með þá þjónustu og ráðgjöf sem þeir fengu. Konur voru þó ánægðari þegar á heildina er litið heldur en karlar. Hlutfall kvenna sem taldi þjónustuna mjög góða var 46,8% (n = 80) en hlutfall karla var öllu lægra eða 34,8% (n = 23). Það sem þátttakendur töldu að helst mætti bæta var biðtími eftir þjónustu og fjölgun starfsfólks svo unnt væri að veita sem besta þjónustu. Rannsóknir af þessum toga eru mikilvægar því þær eru þáttur í að hægt sé að efla grunnþjónustu samfélaga. Með því er hægt að stuðla að betri heilsu einstaklinga, hvort sem um er að ræða andlega eða líkamlega. Þannig aukast líkur á að hægt sé að leysa úr vandamálum einstaklinga áður en þau verða alvarlegri og krefjast kostnaðarsamari úrræða. Þegar upp er staðið hlýst samfélagslegur hagnaður af því að bjóða upp á sterka grunnþjónustu. The aim of this study was to examine the attitudes of clients towards the services offered by the Department of Family Counselling at the Healthcare Center in Akureyri, north Iceland. The results give an appraisal of the services on offer and indicate whether these services could be improved. The study was conducted in collaboration with the Healthcare Centre in Akureyri. The participants were all users of the services offered by the Family Counselling department between 2010-2012. They had been ...