Mat á fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri

Verkefnið er lokað til 31.5.2014. Í þessari meistaraprófsritgerð er lýst innra mati á fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri. Tilgangur matsins er að greina að hvaða marki starfsemin er í samræmi við viðmið um góð vinnubrögð sem sótt eru í gæðastaðla fyrir tölvustutt nám. Samkvæmt þeim byggir námi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hermann Jón Tómasson 1959-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15369
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 31.5.2014. Í þessari meistaraprófsritgerð er lýst innra mati á fjarkennslu Verkmenntaskólans á Akureyri. Tilgangur matsins er að greina að hvaða marki starfsemin er í samræmi við viðmið um góð vinnubrögð sem sótt eru í gæðastaðla fyrir tölvustutt nám. Samkvæmt þeim byggir námið á virkni nemenda, vinnu þeirra með námsefnið og samstarfi við kennara og samnemendur. Starf kennarans felst í því að stuðla að árangursríku sambandi nemandans við þessa áhrifa­þætti. Hlutverk skólans sem að náminu stendur er að tryggja að til staðar séu nauðsynlegar forsendur góðrar vinnu nemenda og kennara, skýr stefna, góð stjórnun og gott skipulag, næg aðföng og viðeigandi stuðningur. Verkmenntaskólinn varð fyrstur íslenskra framhaldsskóla til að skipuleggja tölvustutt fjarnám. Frá því starfsemin hófst hafa allar forsendur námsins breyst verulega, tæknileg- og kennslufræðileg þekking aukist og aðstæður til að nýta þessa aðferð batnað. Starfsemin hefur þróast allnokkuð á sama tíma en stefna um fjarkennsluna hefur þó ekki verið endurskoðuð. Helstu niðurstöður matsins eru að skipulag náms og kennslu samræmist að hluta gæðaviðmiðunum, t.d. hvað varðar áherslu á virkni nemenda, reglu og gott skipulag og mikil samskipti nemenda og kennara. En starfsemin víkur einnig frá gæðaviðmiðunum í nokkrum atriðum og því gerðar eftirtaldar tillögur um úrbætur á þeim. Stefnumörkun fyrir fjarkennsl­una verði endurskoðuð í ljósi þróunar og breyttra forsendna. Sett verði viðmið um hvernig standa beri að kennslu, námsmati og hönnun námsumhverfis þannig að starfið samræmist viðmiðum um góð vinnubrögð og endurskoðaðri stefnu. Stoðþjónusta verði skipulögð með sérstakar þarfir nemenda og kennara í tölvustuddu fjarnámi í huga. Loks er lögð áhersla á mikilvægi þess að almennar reglur VMA gildi einnig um fjarkennsluna, t.d. um gæðaeftirlit og umbótastarf. This thesis describes internal evaluation of the online distance learning program at Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA). The aim of the evaluation is to improve the program by aligning ...