Jarðsaga og jarðfræði á Snæfellsnesi: Búlandshöfði, Stöðin og Kirkjufell

Ísland er að mestu leiti byggt úr hraunlögum. Eldvirkni á Íslandi er vegna möttulstróks sem er undir landinu auk rekbeltis sem liggur í gegnum landið frá Reykjanesi í suðvestri að Vatnleysuströnd í norðaustri. Elstu jarðlög á Íslandi eru 15-16 milljón ára gömul. Þau komu úr Snæfellsnesrekbeltinu sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðný Rut Guðnadóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15340
Description
Summary:Ísland er að mestu leiti byggt úr hraunlögum. Eldvirkni á Íslandi er vegna möttulstróks sem er undir landinu auk rekbeltis sem liggur í gegnum landið frá Reykjanesi í suðvestri að Vatnleysuströnd í norðaustri. Elstu jarðlög á Íslandi eru 15-16 milljón ára gömul. Þau komu úr Snæfellsnesrekbeltinu sem var virkt meirihluta jarðsögu Íslands. Snæfellsnes-rekbeltið var virkt þar til fyrir um 6,5 milljón árum, en þá fluttist rekbeltið um 70 km til austurs. Þá tók Reykjanes-Langjökulsrekbeltið við sem er virkt í dag. Eldvirkni á Snæfellsnesi hætti fljótt eftir að rekbeltið flutti og roföfl fengu yfirhöndina. Ísöld hófst fyrir um 3 milljón árum og skiptist á hlýskeið og jökulskeið. Fyrir 1,8 milljón árum byrjaði eldvirkni aftur á Snæfellsnesinu í svokölluðu Snæfellsgosbelti sem er jaðarbelti út frá rekbeltinu. Jarðlög sem mynduðust á ísöldinni eru ýmist hraunlög sem runnu á hlýskeiði, móberg frá jökulskeiði eða setlög. Setlögin eru mörg vel varðveitt þar sem hlýskeiðishraun rann yfir þau og varði gegn rofi. Dæmi um öll þessi jarðlög eru í Búlandshöfða, Stöðinni og Kirkjufelli á Snæfellsnesi. Í setlögunum er sumstaðar að finna steingervinga. Það eru fáir staðir sem eru með eins fjölbreytt jarðlög og þar sem eru jafn miklar upplýsingar um jarðfræði og loftslag á jökultíma. Iceland is mostly made of igneous rock. Volcanic activity in Iceland stems from a rift zone, which runs through Iceland from Reykjanes in the southwest and to Vatnsleysuströnd in the northeast, as well as a mantle plume. The oldest stratum in Iceland are 15-16 million years old. They come from the Snæfellsnes rift zone which was active for most of Icelands geological history. The Snæfellsnes rift zone was active until about 6.5 million years ago, but then the rift zone moved 70 km to the east. At that point the Reykjanes-Langjökull rift zone became active and is still going today. Volcanic activity on Snæfellsnes stopped shortly after the rift zone moved and erosion became very active. Ice age began approximately 3 million years ago and switched ...