Rúmmálsmat á afkastagetu jarðhitakerfa með Námafjall við Mývatn sem dæmi

Þegar afkastageta jarðhitakerfa er metin með rúmmálsaðferðinni er það oftast gert með því að reikna umbreytingu varmaorku í raforku í einu skrefi. USGS-aðferðin er hins vegar nákvæmari því með henni er umbreytingin reiknuð í tveimur skrefum, fyrst úr varmaorku í hreyfiorku og síðan úr hreyfiorku í r...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Pálmar Sigurðsson 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15313
Description
Summary:Þegar afkastageta jarðhitakerfa er metin með rúmmálsaðferðinni er það oftast gert með því að reikna umbreytingu varmaorku í raforku í einu skrefi. USGS-aðferðin er hins vegar nákvæmari því með henni er umbreytingin reiknuð í tveimur skrefum, fyrst úr varmaorku í hreyfiorku og síðan úr hreyfiorku í raforku. Markmiðið með þessu verkefni er að leiða út almennt samband milli varmaorku og raforku á grundvelli USGS-aðferðarinnar þannig að hægt sé að nota einfaldari aðferðina en halda nokkurn veginn nákvæmni USGS-aðferðarinnar. Með því er líka hægt að tryggja samræmdar niðurstöður en oft hefur skort á slíkt við notkun rúmmálsaðferðarinnar. Markmið verkefnisins er jafnframt að tengja þessa aðferð "Monte Carlo"-aðferðinni og geta þannig tekið tillit til óvissu í hinum ýmsu breytum og fá niðurstöður sem líkindadreifingu. Jarðhitasvæðið við Námafjall, austan við Mývatn, var tekið sem dæmi. Gögn um svæðið voru fengin frá Landsvirkjun og út frá þeim var hægt að meta flestar þær stærðir sem þurfti. Miklir möguleikar á nýtingu jarðvarma eru á svæðinu. Með hermun gagna fékkst að framleiðsugeta á svæðinu gæti verið allt að 260 MWe á 30 ára tímabili og 150 MWe á 50 ára tímibili án þess að ganga of nærri jarðvarmageyminum. When capacity of geothermal fields is estimated with volumetric assessment the conversion from heat to electric energy is often calculated in one step. The USGS volumetric "heat in place" estimation method calculates the conversion in two steps, first from heat to work and then from work to electric energy. The goal of this project was to derive a general relationship between heat and electric energy by using USGS volumetric method and applying that relationship in the easier one-step method without loosing the accuracy. By doing so you get comparable results from both methods, but volumetric methods have lacked unification. The goal is also to link this method with another method, the Monte Carlo simulation method, which takes the uncertainty of variables into consideration and gives results as probability ...