„Það voru nokkrar sem fóru í Kanann.“ „Ástandið“ á Akranesi

Í þessari ritgerð er fjallað um „ástandið“ á Akranesi. Þegar Ísland var hernumið árið 1940 fylltist landið af erlendum hermönnum og tók íslenska samfélagið miklum breytingum. Reynt var að koma í veg fyrir of mikil samskipti á milli Íslendinga og setuliðsins en allt kom fyrir ekki og var samgangur á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gréta Sigrún Pálsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15305
Description
Summary:Í þessari ritgerð er fjallað um „ástandið“ á Akranesi. Þegar Ísland var hernumið árið 1940 fylltist landið af erlendum hermönnum og tók íslenska samfélagið miklum breytingum. Reynt var að koma í veg fyrir of mikil samskipti á milli Íslendinga og setuliðsins en allt kom fyrir ekki og var samgangur á milli Íslendinga og hermanna óhjákvæmilegur. Ekki leið á löngu þar til umræða skapaðist um íslenskar konur sem þóttu sýna hermönnunum aðeins of mikinn áhuga. Var þessi orðræða yfirleitt neikvæð og niðrandi í garð íslenskra kvenna. Á undanförnum áratugum hafa sífellt fleiri fræðimenn stigið fram með rannsóknir og kenningar um ástæður þess að orðræðan var jafn neikvæð og raun bar vitni. Herinn var umsvifamikill á Akranesi og féllu nokkrar stúlkur fyrir töfrum setuliðsmanna. Byggist þessi rannsókn að mestu á viðtölum sem tekin voru við fólk sem bjó á Akranesi á stríðsárunum og upplifun þeirra á ástandinu. Með þessari rannsókn vil ég m.a. reyna að varpa ljósi á hverskonar stúlkur fóru „í bransann“ á Akranesi en orðræða stríðsáranna hafði teiknað upp frekar dapurlega mynd af „ástandsstúlkunum“. Þá verður farið yfir almenningsálitið þ.e. hvað fannst fólki um þær stúlkur sem áttu í samböndum við hermenn. Einnig er farið yfir viðbrögð yfirvalda og opinbera umræðu í Akranesbæ í tengslum við þessi sambönd.