Jarðlagaskipan í Heynesi, Hvalfjarðarsveit

Setlög í Heynesi Hvalfjarðarsveit eru talin vera mynduð í lok síðasta jökulskeiðs í lok Allerødskeiðs, fyrir um 11.000 14C árum. Setlög hlóðust upp í Hvalfirði og Faxaflóa vegna framburðar leysingavatns jökla sem barst til sjávar. Hækkandi sjávarstaða heimshafanna vegna leysingar stóru ísaldarjöklan...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásta María Marinósdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15286
Description
Summary:Setlög í Heynesi Hvalfjarðarsveit eru talin vera mynduð í lok síðasta jökulskeiðs í lok Allerødskeiðs, fyrir um 11.000 14C árum. Setlög hlóðust upp í Hvalfirði og Faxaflóa vegna framburðar leysingavatns jökla sem barst til sjávar. Hækkandi sjávarstaða heimshafanna vegna leysingar stóru ísaldarjöklanna í Skandinavíu og Norður Ameríku er talin vera aðal orsakavaldur jökulhörfunar af landgrunni Íslands. Í lok síðustu ísaldar áttu sér stað a.m.k. fjögur framrásar¬skeið áður en þeir hörfuðu endanlega til núverandi stöðu. Vegna þessa var afstæð sjávarstaða síbreytileg og er há fjörumörk að finna víða á svæðinu, allt upp í 105 m h.y.s. í landi Stóru-Fellsaxlar. Setlögin við Heynes gefa nokkuð góða mynd af umhverfisaðstæðum sem ríktu við myndun þeirra. Neðsta lag jarðlagastaflans gefur t.d. skýrt til kynna tiltölulega orkulítið umhverfi, neðan ölduhreyfinga, er leiddi til upphleðslu grunnsjávarsets með fínkornóttu efni og gnægð steingervinga sem lifa við slíkar aðstæður. Setlögin ofar í staflanum eru síðan sett í orkuríku strandumhverfi, með grófa og fína möl sem ríkjandi kornastærðir. Malarlögin hafa því myndast við landris þegar afstæð sjávarstaða fór lækkandi. Steingervingar grunnsævissetlagsins gefa til kynna að sjávarhiti hafi ekki verið ýkja mikill á þessum tíma eða aðeins um 0°C. Landbrotið við Heynes vekur einnig mikla athygli. Rannsóknin sýnir landbrotið vera allt að 0,5 m á ári. The sediments exposed in Heynes coastal cliffs, Hvalfjarðarsveit have an estimated age of 11.000 14C years, or from the last deglaciation of the area. Sediments in Hvalfjörður were formed due to sediment input from glaciers in the Hvalfjörður fjord. The main control on initial deglaciation of the Icelandic ice sheet during Bølling and Allerød was global eustatic sea-level rise. It caused rapid grounding line retreats across the shelf and calving of icebergs. Raised shorelines have been recognized in the area in high altitudes up to 105 m a.s.l. at Stóra-Fellsöxl. In the lowest part of the strata in the Heynes coastal cliffs an ...