Amtmaður og Íslands fátæklingar. Samfélagssýn í skjalasöfnum Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771 og síðari 1785–1787

Ritrýnd grein. Íslands fátæklingar – hvað skrifuðu þeir um til Landsnefndarinnar fyrri árið 1771? En amtmaðurinn yfir Íslandi, hverju vildi hann koma á framfæri við kónginn? Bréf frá þeim og önnur gögn í skjalasöfnum Landsnefndanna í lok 18. aldar geta varpað nýstárlegu og fersku ljósi á landshagi,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrefna Róbertsdóttir 1961-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15279
Description
Summary:Ritrýnd grein. Íslands fátæklingar – hvað skrifuðu þeir um til Landsnefndarinnar fyrri árið 1771? En amtmaðurinn yfir Íslandi, hverju vildi hann koma á framfæri við kónginn? Bréf frá þeim og önnur gögn í skjalasöfnum Landsnefndanna í lok 18. aldar geta varpað nýstárlegu og fersku ljósi á landshagi, samfélagsgerð og viðhorf á Íslandi á þeim tíma. Landsnefndin fyrri 1770–1771 var send frá Kaupmannahöfn í leiðangur til Íslands til að hitta háa sem lága, afhenda þeim spurningar um hvaðeina sem laut að íslenskum aðstæðum, kalla eftir svörum og taka við þeim erindum sem menn vildu koma á framfæri við yfirvöld. Landsnefndin síðari 1785–1787 tók við keflinu þar sem fyrri nefndin skildi við það og hélt áfram að vinna í málefnum Íslands. Hér verður fjallað um landsnefndarskjölin sem heimildir um sögu 18. aldar, nýtingu þeirra til þessa og áform um útgáfu. Efnisorð: Samfélagssýn, almenningur, embættismenn, heimildaútgáfa, átjánda öldin What did the poorest people in Iceland write about in 1771 in their communication to the First Land Commission, a royal commission sent by the central administration in Copenhagen to investigate the situation in Iceland? What about the provincial governor, and what was he interested in conveying to the king? Letters from these people and many other inhabitants of Iceland are preserved in the archives of the two Land Commissions in the late 18th century. Furthermore, these letters throw interesting light on the economy, social structure and views of different groups of people in Iceland at the time. The First Land Commission of 1770–1771 was commissioned to meet people of all classes, put questionnaires forward to be answered in writing on a wide range of matters regarding the situation in Iceland, and receive their answers and any other observations that the inhabitants in Iceland wanted to pass on to the authorities in Denmark. The Second Land Commission 1785–1787 carried on where the previous commission left off and continued working on matters concerning Icelandic society and economy. ...