Nýting meðferðarúrræða fyrir þolendur kynferðisofbeldis hjá sálfræðiþjónustu Neyðarmóttöku

Mikill fjöldi fólks verður fyrir kynferðislegu ofbeldi á ári hverju. Stór hluti þolenda þróar með sér áfallastreituröskun í kjölfarið, en aðeins hluti þeirra leitar sér aðstoðar. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða meðferðarnýtingu sálfræðiþjónustu Neyðarmóttökunnar á Landspítala. Þátttakendur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurlaug Lilja Jónasdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15272
Description
Summary:Mikill fjöldi fólks verður fyrir kynferðislegu ofbeldi á ári hverju. Stór hluti þolenda þróar með sér áfallastreituröskun í kjölfarið, en aðeins hluti þeirra leitar sér aðstoðar. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða meðferðarnýtingu sálfræðiþjónustu Neyðarmóttökunnar á Landspítala. Þátttakendur voru þolendur (n=79) kynferðisofbeldis sem leituðu til Neyðarmóttökunnar á árunum 2007 til 2010, en rannsóknin er afturvirk greining (e. retrospective cohort study) og byggir á sjúkragögnum þeirra. Af þessum 79 þolendum afþökkuðu 28 meðferð eða mættu ekki, 20 hættu í meðferð eftir að hún hófst, og 31 kláraði meðferð. Helstu niðurstöður voru að líðan þolenda mánuði eftir áfallið spáir fyrir um hvort að þolandinn afþakkar meðferð, hættir í meðferð eftir að hún hefst, eða lýkur meðferð. Þeir sem hættu í meðferð greindu frá alvarlegri áfallastreitueinkennum samkvæmt PSS-SR listanum en þeir sem kláruðu meðferð og þeir sem afþökkuðu meðferð. Nánari athugun sýndi að munurinn milli hópanna reyndist einungis vera á undirkvarða PSS-SR sem mældi forðun og dofa en ekki ágengar minningar eða ofurárvekni. Þeir sem hætta í meðferð eru einnig með alvarlegri þunglyndiseinkenni en hinir hóparnir samkvæmt skorum á BDI listanum, en ekki var munur á kvíðaeinkennum samkvæmt BAI listanum milli hópa. Af niðurstöðunum má ráða að alvarleiki áfallastreitueinkenna, nánar tiltekið alvarleiki forðunareinkenna, hafi áhrif á hvort að þolendir þiggja ekki meðferð, hætta í meðferð eða klára hana. Það er því mikilvægt fyrir meðferðaraðila að vera vakandi fyrir einkennum þunglyndis og þeim áfallastreitueinkennum sem lýsa sér með forðun og dofa, og halda sérstaklega vel utan um þá skjólstæðinga sem hafa alvarleg slík einkenni.