Microseismicity in Krýsuvík Geothermal Field, SW Iceland, from May to October 2009

Á Krýsuvíkursvæðinu hefur bæði landris og landsig átt sér stað undanförnum árum. Tvær lotur þar sem landsig hefur fylgt landrisi hafa komið fram á árunum 2009-2012. Í bæði skiptin hefur orðið vart aukinnar skjálftavirkni á svæðinu í kjölfarið. Í maí 2009, á þeim tíma þegar landris var í gangi, var s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Kristjánsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15262
Description
Summary:Á Krýsuvíkursvæðinu hefur bæði landris og landsig átt sér stað undanförnum árum. Tvær lotur þar sem landsig hefur fylgt landrisi hafa komið fram á árunum 2009-2012. Í bæði skiptin hefur orðið vart aukinnar skjálftavirkni á svæðinu í kjölfarið. Í maí 2009, á þeim tíma þegar landris var í gangi, var sett upp net 32 jarðskjálftamæla á Krýsuvíkursvæðinu. Mælingar stóðu yfir til október 2009. Auk þess fengust gögn úr mælum SIL-kerfis Veðurstofu Íslands. Í heildina voru skráðir yfir tíu þúsund jarðskjálftar. Virknin einkenndist af stuttum, áköfum hrinum inn á milli lengri, rólegri tímabila. Brotlausnir um eitt þúsund skjálfta voru rannsakaðar. Meðal annars var spennusviðið reiknað út frá brotlausnum nokkurra hrina á Krýsuvíkur- og Fagradalssvæðinu. Það vekur athygli að brotlausnir innan hverrar hrinu eru mjög breytilegar. Þannig finnast samgengis-, sniðgengis- og siggengisskjálftar í sömu hrinum. Útreikningar á spennusviðinu leiða í ljós að í flestum tilfellum stefnir minnsta lárétta spennan NV-SA. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna á svæðinu. Ekkert bendir til þess að jarðskjálftarnir tengist kviku\-umbrotum undir Krýsuvíkursvæðinu. Krýsuvík is a geothermal area located on the Reykjanes Peninsula in southwest Iceland. The Reykjanes Peninsula is an oblique plate spreading boundary under heavy influence of a mantle plume located beneath southeast Iceland. Intense seismic swarms occured in the area during alternating periods of uplift and subsidence in 2009 and 2011. A dense seismic network located in the area from May till October 2009 together with the regional seismic network of the Icelandic Meteorological Office recorded over ten thousand earthquakes. The activity was characterized by short, intense swarms in between longer, quieter periods. A detailed analysis was performed on the focal mechanisms of 1,063 events, including a stress tensor inversion for several swarms in the Krýsuvík and Fagradalsfjall areas. Interestingly, earthquakes of different faulting types characterize individual swarms, ...