Tækifæri fyrir FISK Seafood á innanlandsmarkaði : hver eru tækifæri sjávarútvegsfyrirtækis til sóknar á innanlandsmarkaði með fiskafurðir? : tilviksrannsókn fyrir fiskbúð á Sauðárkróki

Leitast var við að svara rannsóknaspurningunni: Hver eru tækifæri til sóknar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki á innanlandsmarkaði með fiskafurðir? Með hliðsjón af FISK Seafood. Kannaður var grundvöllur fyrir fiskbúð og veitingastað á Sauðárkróki. Í samvinnu Matís, Landlæknisembættið, Háskóla Íslands og H...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Óli Viðar Andrésson 1972-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15255
Description
Summary:Leitast var við að svara rannsóknaspurningunni: Hver eru tækifæri til sóknar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki á innanlandsmarkaði með fiskafurðir? Með hliðsjón af FISK Seafood. Kannaður var grundvöllur fyrir fiskbúð og veitingastað á Sauðárkróki. Í samvinnu Matís, Landlæknisembættið, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri var gerð fiskneyslu og viðhorfskönnun hjá Íslendingum og voru niðurstöður úr þeirri rannsókn notaðar til þess átta sig á tækifærum á markaði. Helst var unnið með niðurstöður könnunarinnar er vék að þeim hóp sem kaupir í matinn fyrir sitt heimili. Leitast var eftir því að finna þau atriði sem skipta mestu máli við kaup á fisk, hvar fólk kaupir fisk og hversu mikið eða oft fiskur er borðaður. Niðurstöður úr könnuninni sýndu að fiskur nýtur vinsælda og stór hluti fólks neytir fisks tvisvar eða oftar í viku. Hlutir eins og verð, ferskleiki, og aðgengi skipta miklu máli og fólk er almennt á því að fiskur kosti mikið en finnst það samt þess virði að kaupa hann. Verðþróun á nokkrum fiskafurðum var tekin saman og sýnir 7-10% hækkun á ári síðustu tíu ár. Einnig var notast við gögn frá Hagstofu Íslands, FISK Seafood, Skagfirðingabúð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki og ráðleggingar Landlæknis og Lýðheilsustöðvar. Þjónustumarkaðs blanda (e. services marketing mix) var sett upp og SVÓT greining framkvæmd fyrir fyrirhugaða fiskbúð. Miklir möguleikar virðast fyrir hendi og einungis spurning um það hvernig menn vilja nýta þá. Sölutölur úr Skagfirðingabúð sýna að selt magn fisks og fiskafurða er langt undir hvort heldur sem er viðmiðum um ráðlagða neyslu einstaklings á ári eða meðaltals neyslu úr könnunum er liggja til grundvallar fyrir útreikning neysluverðsvísitölu sem bendir til að ætla að fólk kaupi eða fái fisk eftir öðrum leiðum en að kaupa hann úr hefðbundnum matvöruverslunum. Í Skagafirði búa u.þ.b. 4200 manns. Markaðssvæðið stækkar með betri samgöngum og mikil fjölgun ferðamanna á síðustu árum gefur tækifæri til sóknar. Miklu máli skiptir fyrir matvöruframleiðendur og verslanir að meðferð hráefnis og ...