Áhrif ofþyngdar/offitu þungaðra kvenna : meðferðarúrræði og hindranir í starfi fagaðila á Akureyri

Verkefnið er lokað til 20.5.2020. Ofþyngd og offita er vaxandi vandamál íslensku þjóðarinnar, en 43,8% íslenskra kvenna á barneignaraldri eru yfir kjörþyngd, þar af eru 18,7% kvenna í offitu. Rannsóknir hafa sýnt að ofþyngd/offita kvenna í upphafi meðgöngu eða óhófleg þyngdaraukning á meðgöngu geti...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Erla Ösp Heiðarsdóttir 1979-, Guðrún Hulda Gunnarsdóttir 1989-, Matthildur Birgisdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15246
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 20.5.2020. Ofþyngd og offita er vaxandi vandamál íslensku þjóðarinnar, en 43,8% íslenskra kvenna á barneignaraldri eru yfir kjörþyngd, þar af eru 18,7% kvenna í offitu. Rannsóknir hafa sýnt að ofþyngd/offita kvenna í upphafi meðgöngu eða óhófleg þyngdaraukning á meðgöngu geti haft neikvæð áhrif á móður og barn. Auknar líkur eru á meðgöngueitrun, háþrýstingi, meðgöngusykursýki og stoðkerfisverkjum. Þá eru framköllun fæðingar og keisaraskurðir algengari hjá of feitum konum. Auk þess eru fylgikvillar barna kvenna í offitu marktækt algengari. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver helstu áhrif ofþyngdar/offitu kvenna á meðgöngu eru m.t.t. móður og barns. Ásamt því að skoða hvort meðferðarúrræði séu í boði á Akureyri fyrir of þungar/of feitar barnshafandi konur. Einnig hvort fagaðilar í mæðra-, ung- og smábarnavernd telji sig standa frammi fyrir hindrunum í starfi sínu til að takast á við of mikla þyngdaraukningu kvenna á meðgöngu. Stuðst var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekið var rýnihópsviðtal. Þátttakendur störfuðu allir við umönnun kvenna á meðgöngu og eftir fæðingu. Gögn voru greind í fimm meginþemu sem sett voru fram í greiningarlíkan. Þau eru aukning ofþyngdar/offitu hjá konum á barneignaraldri, áhrif á móður, áhrif á barn, skortur á úrræðum og tillögur að úrbótum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að reynsla fagaðilanna er í samræmi við rannsóknir um áhrif ofþyngdar/offitu kvenna á meðgöngu á bæði móður og barn. Einnig kom fram að skortur er á úrræðum fyrir of þungar/of feitar þungaðar konur á Akureyri. Auk þess töldu fagaðilarnir sig standa frammi fyrir hindrunum vegna skorts á fjármagni og fagaðilum, tímaleysi og vegna viðhorfs samfélagsins. Því er þörf á að opna umræðuna og efla til samfélagsvakningar. Rannsakendur vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar verði til þess að breyting verði þar á og boðið verði upp á fjölbreyttari úrræði, konum að kostnaðarlausu. Lykilhugtök: meðganga, mæðravernd, ofþyngd, offita, meðferðarúrræði, fagaðili. Overweight and obesity is ...