Sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga sem starfa á slysa- og bráðamóttökum

Verkefnið er lokað til 10.5.2018. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvernig staðið er að sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga sem starfa á slysa- og bráðamóttökum hér á landi og hvort hjúkrunarfræði...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir 1989-, Elva Hrönn Smáradóttir 1988-, Halla Berglind Arnarsdóttir 1975-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15237
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 10.5.2018. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvernig staðið er að sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga sem starfa á slysa- og bráðamóttökum hér á landi og hvort hjúkrunarfræðingar á þessu sviði fái tækifæri til að fylgja eftir þróun í menntun sinni með sí- og endurmenntun. Rannsóknin verður gerð á tveimur stærstu sjúkrahúsum landsins. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar og leitast verður við að finna svör við þeim. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig staðið er að sí- og endurmenntun hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttökum. Sí-og endurmenntun hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttökum er mikilvæg þar sem þeir þurfa að hafa yfirgripsmikla þekkingu og klíníska færni til að veita breiðum skjólstæðingahópi umönnun undir miklu álagi á öruggan og yfirvegaðan hátt. Menntun hjúkrunarfræðinga ætti að endurspegla nýjustu þekkingu á hverjum tíma en stöðug þróun á sér stað í umönnun slasaðra og bráðveikra sem gerir það að verkum að ný þekking og nýjar aðferðir koma fram. Hjúkrunarfræðingar þurfa því að viðhalda þekkingu sinni og færni með sí- og endurmenntun. Gerð verður megindleg rannsókn þar sem spurningalisti verður lagður fyrir alla starfandi hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðamóttökum á Landspítala Háskólasjúkrahúsi og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Við gagnagreiningu er áætlað að nota tölfræðiforritið SPSS. Lykilhugtök: bráðahjúkrun, endurmenntun, ávinningur, hindranir, námskeið. This research is the thesis assignment for the Bachelor of Science Degree (B.S) in nursing from the University of Akureyri. The purpose of the research is to gather information and explore continuing education for nurses working at emergency departments in Icelandic hospitals and whether they have the opportunity to follow nurses educational development through continuing education. The theses will be presented at Iceland’s two major hospitals. The aforementioned factors are presented and ...