Rannsóknaráætlun : sálfélagslegar afleiðingar brjóstakrabbameins, líðan og bjargráð kvenna eftir brottnám brjósts

Verkefnið er lokað til 10.5.2015. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Fyrirhuguð rannsókn mun kanna þau andlegu og líkamlegu áhrif sem greining og meðferð á brjóstakrabbameini getur haft á á íslenskar konur. Í rannsókninni mun sérstaklega...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Helga Garðarsdóttir 1971-, Hólmfríður Guðmundsdóttir 1968-, Sóley Ósk Geirsdóttir 1976-, Rósa Einarsdóttir 1967-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15236
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 10.5.2015. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Fyrirhuguð rannsókn mun kanna þau andlegu og líkamlegu áhrif sem greining og meðferð á brjóstakrabbameini getur haft á á íslenskar konur. Í rannsókninni mun sérstaklega verða skoðað hvaða áhrif brottnám á brjósti eða fleygskurður hefur á líkamsímynd, kynheilbrigði og andlega líðan kvenna ásamt þeim bjargráðum sem reynst hafa konum vel í gegnum þessa reynslu. Þátttakendur verða á aldrinum 35-55 ára. Brjóstakrabbamein er annað algengasta krabbameinið í heiminum og hefur nýgengi þess aukist jafnt og þétt síðustu áratugi. Rannsóknir hafa sýnt að því jákvæðari sem líkamsímyndin var hjá konum fyrir greiningu, því betur tókst þeim að takast á við meinið og afleiðingar þess. Rannsóknir sem skoðað hafa líkamsímynd kvenna sem fóru í uppbyggingu eftir brottnám sýndu hinsvegar að þær upplifðu verri líkamsímynd sem talið var stafa af óraunhæfum væntingum til uppbyggingarinnar. Bjargráð svo sem jóga og nudd eru þættir sem konur telja að geti aukið lífsgæði í bataferlinu eftir brottnám brjósts, leitt til aukins líkamlegs styrks og dregið úr andlegri vanlíðan. Eigindleg rannsóknaraðferð verður notuð þar sem gagna verður aflað með viðtölum þar sem leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hver eru fyrstu viðbrögð kvenna við greiningu á brjóstakrabbameini? Þjást konur sem greinast með brjóstakrabbamein og eiga börn af meiri vanlíðan en þær sem eru barnlausar? Hver er upplifun kvenna af líkamsímynd eftir brottnám brjósts og hvaða afleiðingar hefur hún á kynheilbrigði? Hvaða bjargráð leiða til eflingar konum til handa? Höfundar telja að þörf sé á eigindlegum rannsóknum til þess að dýpka og auka þekkingu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á upplifun kvenna eftir greiningu og meðferð brjóstakrabbameins. Lykilhugtök: Brjóstakrabbamein, meðferðir, líkamsímynd, kynheilbrigði, andleg líðan, bjargráð. This research proposal is a thesis for B.S. degree in nursing at the ...