Fæðingarþunglyndi : ekki er alltaf allt sem sýnist

Verkefnið er lokað til 30.5.2014. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Meginviðfangsefni rannsóknaráætlunarinnar er að afla upplýsinga um fæðingarþunglyndi og í framhaldi af því að leggja fram rannsóknaráætlun fyrir fyrirhugaða rannsókn. Þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Sigríður Rós Jónatansdóttir 1980-, Snjólaug María Guðjónsdóttir 1976-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15217
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 30.5.2014. Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.Sc. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Meginviðfangsefni rannsóknaráætlunarinnar er að afla upplýsinga um fæðingarþunglyndi og í framhaldi af því að leggja fram rannsóknaráætlun fyrir fyrirhugaða rannsókn. Þeir þættir sem fjallað verður um í áætluninni eru hvaða ástæður liggja að baki því að konur leita sér ekki hjálpar við fæðingarþunglyndi og hverjar eru helstu orsakir og afleiðingar sjúkdómsins. Á bilinu 10-16% íslenskra kvenna sem eignast barn eiga á hættu að greinast með fæðingarþunglyndi, allt frá mjög vægu þunglyndi til þess að sé það alvarlegt að þær valdi sér eða barni sínu skaða. Engin ein orsök er þekkt fyrir fæðingarþunglyndi kvenna en erfðir, saga um þunglyndi innan fjölskyldunnar sem og hormónasveiflur hafa verið nefnd sem áhættuþættir. Einnig virðast einhleypar mæður og þær sem ekki njóta góðs stuðnings maka vera í aukinni áhættu. Áhrif fæðingarþunglyndis á móður og barn geta verið margvísleg, líkur á því að barnið fái þunglyndi seinna á lífsleiðinni aukast og neikvæð áhrif á þroska þess geta verið umtalsverð t.d. hafa áhrif á málþroska greinst hjá allt að 36 mánaða gömlum börnum. Mæðurnar geta átt erfitt með að tengjast barninu vegna eigin vanlíðan sem getur lýst sér í grátköstum, svefnleysi eða jafnvel áhugaleysi fyrir barninu. Þá eru slæm áhrif á samband þeirra við maka eða aðra nákomna algeng afleiðing fæðingarþunglyndis. Það getur reynst mjög erfitt fyrir starfsfólk innan heilbrigðisgeirans að finna þær konur sem eru með fæðingarþunglyndi þrátt fyrir reglubundna skimun. Konur virðast ekki leita sér aðstoðar vegna fæðingarþunglyndis af nokkrum ástæðum en þær helstu eru ótti vegna viðbragða annarra þar sem móðurhlutverkið á að vera bæði gefandi og skemmtilegt, önnur stór orsök er sú að konurnar átta sig ekki á því að eitthvað sé að þeim og þær telja vanlíðan sína eðlilegan fylgifisk þess að vera með lítið barn. Markmiðið með væntanlegri eigindlegri rannsókn er að kortleggja upplifun kvenna af ...