Heilsuverndarmörk og styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu

Brennisteinsvetni er litlaus jarðhitalofttegund og henni fylgir auðkennandi lykt af fúleggjum. Árið 2010 var sett reglugerð um hámarksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti þar sem mörkin eru þriðjungur af viðmiðum WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin). Íslensku mörkin eru borin saman við mörk og v...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurður Björnsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15203
Description
Summary:Brennisteinsvetni er litlaus jarðhitalofttegund og henni fylgir auðkennandi lykt af fúleggjum. Árið 2010 var sett reglugerð um hámarksstyrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti þar sem mörkin eru þriðjungur af viðmiðum WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin). Íslensku mörkin eru borin saman við mörk og viðmið erlendis og í ljós kemur að þau skera sig ekki úr, hvorki er varðar leyfðan styrk né að þau séu lögbundin. Lág mörk eru þó síður lögleidd og á það einnig við um mengunarmörk. Mengunarmörk á Íslandi og víðar eru mjög nálægt styrk sem talinn er skaðlegur heilsu. Gögn um styrk brennisteinsvetnis frá fjórum föstum mælistöðvum á og í grennd við höfuðborgarsvæðið voru athuguð frá 2010 til 2012. Erfitt er að túlka ársmeðaltöl vegna þess hve há mælióvissa er í samanburði ársmeðaltölin, en tvisvar var ársmeðaltal yfir mörkum, 2010 á Grensásvegi og 2012 í Hveragerði. Klukkustundir þar sem styrkur H2S er yfir 10 μg/m3, 50 μg/m3 og klukkustundir þar sem 24 klukkustunda hlaupandi meðaltalsstyrkur er yfir 50 μg/m3 eru skoðaðar fyrir mælistöðvar við Grensásveg og á Hvaleyrarholti. Styrkur var yfir heilsuverndarmörkum 19 sinnum við Grensásveg, en aldrei á Hvaleyrarholti. Á báðum stöðvum kemur fram sterkt árstíðabundið mynstur þar sem færri klukkustundir eru yfir mörkum yfir sumarmánuði en vetrarmánuði, sennilega vegna þess að hitahvörf eru algengari á veturna. Aðferðir til hreinsunar brennisteinsvetnis úr jarðgufu eru skoðaðar. Þeim er skipt í líffræðilegar, efnafræðilegar og eðlisfræðilegar (niðurdæling) aðferðir. Að mati Orkuveitu Reykjavíkur er niðurdæling hagkvæmust og það er í samræmi við athugun á erlendu kostnaðarmati á efnafræðilegum aðferðum. SulFix er samheiti yfir verkefni sem snúast um niðurdælingu brennisteinsvetnis og stefnt er að fullnaðarlausn 2019. Hydrogen sulfide is a colorless geothermal gas which has a distinctive smell of rotten eggs. In 2010 an ambient air quality standard, health limit, of 50 μg/m3 for 24 hour average concentration was set in Iceland for hydrogen sulfide, which is one third of the WHO ...