Gæði í ferðaþjónustu: Væntingar og viðhorf hagsmunaaðila til gæðamála í ferðaþjónustu á Íslandi

Ferðaþjónusta er ein af helstu þjóðartekjum Íslendinga. Vaxandi samkeppni ríkir á sviði ferðaþjónustu og eru því kröfur um aukin gæði atvinnugreinarinnar á Íslandi nú meiri en áður. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að meta stöðu gæðamála í ferðaþjónustu á Íslandi með því að kanna viðhorf og vænti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lára Aradóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15182
Description
Summary:Ferðaþjónusta er ein af helstu þjóðartekjum Íslendinga. Vaxandi samkeppni ríkir á sviði ferðaþjónustu og eru því kröfur um aukin gæði atvinnugreinarinnar á Íslandi nú meiri en áður. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að meta stöðu gæðamála í ferðaþjónustu á Íslandi með því að kanna viðhorf og væntingar hagsmunaðila til kerfisbundinna matskerfa á borð við Vakann, sem er nýlega stofnað gæðakerfi í ferðaþjónustu á Íslandi. Við gagnaöflun var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir og viðtöl tekin við sjö ferðaþjónustuaðila og stjórnsýsluaðila í ferðaþjónustu hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að auka þurfi meðvitund um mikilvægi gæða. Niðurstöðurnar sýna enn fremur að þjónustugæðum er ábótavant. Viðhorf hagsmunaaðila til gæðakerfa í ferðaþjónustu eru jákvæð, en vegna mikils annríkis í ferðaþjónustu gefa ferðaþjónustuaðilar sér ekki tíma til þess að sækja um aðild. Væntingar til Vakans eru almennt miklar og viðmælendur flestir á þeirri skoðun að hann henti vel fyrir ferðaþjónustuaðila sem eru að hefja rekstur, en þeir telja hins vegar að kröfur Vakans séu lágar fyrir reyndari fyrirtæki sem hafa verið lengur í ferðaþjónustu og hafa þar af leiðandi hærri kröfur hvað varðar gæði. Mestur áhugi á þátttöku í Vakanum er vegna markaðslegra tækifæra. Enginn marktækur munur var á viðhorfum ferðaþjónustuaðila og stjórnsýslu ferðaþjónustunnar í þessari rannsókn. Tourism is a key industry in Iceland, playing a major role in the economy. Its growth has sparked fierce competition in the field, and has solidified its importance to the nation's global competitiveness. Demands for increased quality in the sector have never been more pertinent. The study delves into the insight, views and attitudes towards quality systems and expectations regarding Vakinn; the recently established quality system implemented in Iceland. Qualitative research methods were used to collect the data. Seven semi-structured interviews were taken with key players in Icelands tourism industry. Data gathered from these interviews indicated a lack ...