Setstaða grunnskólabarna: Athugun meðal nemenda í 7. bekk grunnskóla í Reykjavík og Hafnarfirði

Margir skólar hérlendis nota skólahúsgögn sem eru hönnuð til að stuðla að góðri vinnustöðu (Back-up). Húsgögnin eru stillanleg og ættu því að henta hæð og byggingu hvers barns. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort nemendur nota stillimöguleika húsgagnanna á réttan hátt. Líkamshæð og bygging...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Valgerður Jóhannsdóttir 1988-, Sigfríð Lárusdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15117
Description
Summary:Margir skólar hérlendis nota skólahúsgögn sem eru hönnuð til að stuðla að góðri vinnustöðu (Back-up). Húsgögnin eru stillanleg og ættu því að henta hæð og byggingu hvers barns. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort nemendur nota stillimöguleika húsgagnanna á réttan hátt. Líkamshæð og bygging hvers nemanda var borin saman við hæð og gerð skólahúsgagna eins og nemandinn var vanur að hafa þau stillt í skólanum. Þátttakendur voru 90 börn í 7. bekk fjögurra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Annar tilgangur var að fá upplýsingar um bakverki meðal barna og skoða tengsl þeirra við setstöðu. Mælingar á byggingu og gerð barnanna (hæð, þyngd, lengd á lær- og fótlegg, lærþykkt, mjaðmabreidd, olnbogahæð og axlarhæð) voru framkvæmdar ásamt sjö mælingum á skólahúsgögnunum. Einnig svöruðu þátttakendur spurningalista um bakverki, þægindi húsgagnanna og notkun þeirra á stillimöguleikum húsgagnanna. Niðurstöður sýna að misræmi er milli mælinga á byggingu og gerð nemenda og stillinga á skólahúsgögnum þeirra. Aðeins 28,9% barnanna höfðu rétt stillta sætishæð og 25,6% rétt stillta borðhæð. Stór hluti nemenda nýtti sér stillingar stólsins (67%) en aðeins 14% nýtti sér stillimöguleika borðsins. Minnihluti nemenda mat skólahúsgögnin þægileg (41%). Bakverkjatíðni er há. Þeir sem eru með ranga sætishæð eru ekki líklegri til að finna fyrir bakverkjum en þeir sem eru með rétta sætishæð (OR: 1,3704; 95% öryggismörk: 0,5489-3,4313). Sama á við um þá sem hafa borðhæð rangt stillta (OR: 1,9259; 95% öryggismörk: 0,7388-5,0204). Niðurstöðurnar benda á að þrátt fyrir að góð skólahúsgögn séu til staðar eru stillimöguleikar ekki notaðir rétt vegna vankunnáttu nemenda og kennara á hentugum vinnustöðum fyrir hrygginn.