Í kapp við tímann: Gönguhraði eldri borgara og græntími gangbrautarljósa í Reykjavík

Göngufærni er einn þáttur hreyfifærni sem skiptir miklu máli hvað varðar sjálfstæði í daglegu lífi og gönguhraði er notaður sem mælikvarði á starfræna getu fólks og jafnvel lífslíkur. Með aldrinum verða líkamlegar breytingar sem valda því að göngufærni minnkar og getur það haft neikvæð áhrif á getu...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Karen Sif Kristjánsdóttir 1986-, Íris Rut Garðarsdóttir 1988-, Valgerður Tryggvadóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15110
Description
Summary:Göngufærni er einn þáttur hreyfifærni sem skiptir miklu máli hvað varðar sjálfstæði í daglegu lífi og gönguhraði er notaður sem mælikvarði á starfræna getu fólks og jafnvel lífslíkur. Með aldrinum verða líkamlegar breytingar sem valda því að göngufærni minnkar og getur það haft neikvæð áhrif á getu einstaklinga til þátttöku og daglegra athafna. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna gönguhraða hjá eldra fólki og meta hvort að hann sé nægilegur til að komast yfir götu á græntíma umferðaljósa í Reykjavík. Einnig var tilgangurinn að athuga hvort eldri einstaklingar eigi að eigin mati í vandræðum með að fara yfir götu á gangbrautarljósum í Reykjavík og hvað þeir telji að valdi því. Þátttakendur voru 55 einstaklingar á aldrinum 66-88 ára sem búa í fjölbýlishúsum aldraðra við Sléttuveg í Reykjavík. Skilyrði fyrir þátttöku voru að þátttakendur gætu gengið úti og treystu sér til að ganga að minnsta kosti 20 metra með eða án hjálpartækja. Tíu metra göngupróf var notað til að mæla gönguhraða þátttakenda á þægilegum hraða og í röskri göngu og bera saman við meðalgönguhraða sem þarf til að ná yfir valdar götur í Reykjavík á græntíma. Einnig var lagður fyrir spurningalisti til að afla upplýsinga varðandi gönguvenjur og upplifun þátttakenda sem gangandi vegfarenda. Niðurstöður sýndu að stórt hlutfall eldra fólks gengur ekki nógu hratt til þess að ná yfir götur á græntíma umferðaljósa í Reykjavík sérstaklega þegar litið er til styttri græntíma. Skipulagi umferðarljósa í Reykjavík er ábótavant miðað við niðurstöðurnar og það þarf að taka meira tillit til þess að gangandi vegfarendur eru á öllum aldri og með misjafna göngufærni. Umferðarskipulag má ekki vera þannig að eldra fólk forðist það að fara um gangandi þar sem það takmarkar mjög þátttöku þess í daglegu lífi. Frekari rannsókna er þó þörf þar sem æskilegt væri að hafa fleiri þátttakendur og framkvæma mælingar við raunverulegar aðstæður. The ability to walk is one part of mobility that makes a difference for the independence of daily living and gait speed is used as a ...