Þarfir, reynsla og viðhorf foreldra: Rannsókn á sálfélagslegri þjónustu

Markmið þessarar ritgerðar var að kanna þarfir, reynslu og viðhorf foreldra til sálfélagslegrar þjónustu á félags-, heilbrigðis- og menntasviði varðandi ráðgjöf, fræðslu, og stuðning. Samanburður var gerður á reynslu foreldra í tveimur sveitarfélögum, Akureyri og Hafnarfirði. Rannsóknin byggir á meg...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sveindís Anna Jóhannsdóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15066
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar var að kanna þarfir, reynslu og viðhorf foreldra til sálfélagslegrar þjónustu á félags-, heilbrigðis- og menntasviði varðandi ráðgjöf, fræðslu, og stuðning. Samanburður var gerður á reynslu foreldra í tveimur sveitarfélögum, Akureyri og Hafnarfirði. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferð en rafrænn spurningalisti var sendur til foreldra leik- og grunnskólabarna. Alls tóku 788 foreldrar þátt í könnuninni og var svarhlutfallið 34%. Þátttakendur voru flestir konur. Helstu niðurstöður eru að foreldrar hafa fyrst og fremst leitað til sjálfstætt starfandi fagaðila og þeir hafa mesta þörf fyrir uppeldisráðgjöf og ráðgjöf vegna geðheilbrigðis barna. Foreldrar vilja aðallega sækja uppeldisráðgjöf til leikskóla en ráðgjöf vegna geðheilbrigðis barna til heilsugæslu eða sjálfstætt starfandi fagaðila. Einungis þriðjungur foreldra hefur sótt uppeldisnámskeið. Foreldrum er miskunnugt um hvaða fagfólk starfar innan heilsugæslunnar. Flestum foreldrum finnst þjónusta við barnafjölskyldur vera góð innan heilsugæslunnar en telja þó að þörfum um sálfélagslega þjónustu sé hvorki vel né illa mætt. Foreldrar hafa ólíkar þarfir, reynslu og viðhorf eftir fjölskyldugerð og búsetu. Foreldrar í Hafnarfirði telja sig síður hafa þörf á sálfélagslegri þjónustu en foreldrar á Akureyri. Foreldrar á Akureyri voru ánægðari með sálfélagslega þjónustu heilsugæslunnar en foreldrar í Hafnarfirði. Skipulag og aðgengi að þjónustu skiptir miklu máli og eftirspurn foreldra á þjónustu sjálfstætt starfandi fagaðila bendir til að brestur sé á því að ráðgjafarþörf foreldra sé mætt innan opinberra þjónustukerfa. Auka þarf skilning á mikilvægi öruggra geðtengsla og fjölskyldunnar fyrir heilbrigði og þroska einstaklingsins ásamt því að skima markvissar eftir fjölskyldum í áhættuhóp og veita þeim viðeigandi þjónustu. Lykilorð: Foreldrar, sálfélagsleg þjónusta, heilsugæsla, fjölskyldugerð