Hlutverkaleikur Cindy Sherman: Íslandssería í tískutímaritinu POP

Hlutverkaleikur Cindy Sherman: Íslandssería í tískutímaritinu POP, fjallar um ljósmyndaverk bandarísku myndlistarkonunnar Cindy Sherman sem hefur á ferli sínum skapað sér margskonar hlutverk í ljósmyndaseríum sínum. Viðfangsefni hennar eru birtingarmyndir kvenna í fjölmiðlum, tískuauglýsingum og kvi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Arnbjörg Pálsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/15002
Description
Summary:Hlutverkaleikur Cindy Sherman: Íslandssería í tískutímaritinu POP, fjallar um ljósmyndaverk bandarísku myndlistarkonunnar Cindy Sherman sem hefur á ferli sínum skapað sér margskonar hlutverk í ljósmyndaseríum sínum. Viðfangsefni hennar eru birtingarmyndir kvenna í fjölmiðlum, tískuauglýsingum og kvikmyndum og þær staðalmyndir sem þeir miðlar skapa konum í samfélaginu. Sherman mótast sem listamaður á áttunda áratugnum, þegar róttækar nýjar listastefnur á borð við hugmyndalist, gjörninga og líkamslist hafna hefðbundnum karllægum gildum listarinnar og femínistahreyfingin krefst þess að konur verði metnar til jafns við karlmenn. Sherman gerði ljósmyndaverkið Íslandsseríu að beiðni tískutímaritsins POP árið 2010. Hún kom til Íslands á Listahátíð í Reykjavík sama ár í tilefni sýningar Listasafns Íslands á fyrstu ljósmyndaseríu hennar Ónefnd Kvikmyndaskot (1977-1980). Sherman ferðaðist um suðurland í miðju gosi úr Eyjafjallajökli þegar öskuskýið lá yfir og gerði landslagið að súrrealískri veröld. Í Íslandsseríu má sjá þekkt kennileiti úr íslenskri náttúru sem skeytt hefur verið saman við myndir af Sherman sjálfri í hátískufatnaði Chanel frá árunum 1920-2010. Sherman hefur unnið með tískuljósmyndir í verkum sínum síðan á níunda áratugnum, bæði fyrir tískuhús og tískutímarit. Hún gagnrýnir um leið tískuheiminn og á við hann póstmódernískt samtal um þau áhrif sem tískuiðnaðurinn hefur á ímynd kvenna. Sherman hefur stundað það að breyta útliti sínu og klæða sig í dulbúning síðan í æsku, en þótt hún sé sín eigin fyrirsæta í ljósmyndaverkum sínum, þá eru verk hennar ekki sjálfsmyndir. Sherman notar líkama sinn sem grundvöll fyrir þau hlutverk sem konur leika í samfélaginu og bendir um leið á hvernig konan er sett fram sem viðfang fyrir „áhorf karlmannsins“ (e. male gaze). Í tískuseríum sínum notar hún myndvinnsluforritið Photoshop til þess að afmynda útlit sitt og setja með því fram skopstælingu á fegurðarstaðla tískuheimsins. Myndavélin endurspeglar því þá útgáfu af raunveruleikanum sem hún sjálf velur að setja fram fyrir ...