Eftirsóttir færniþættir á vinnumarkaði á 21. öldinni. Eru háskólar að brautskrá hæfa nemendur fyrir atvinnulífið?

Í þessari rannsókn er sjónum beint að þverfaglegum færniþáttum sem teljast mikilvægir í atvinnulífi á 21. öldinni. Markmiðið er að kanna hvort og hvernig skólakerfið efli þessa færniþætti meðal nemenda og hvort efling færniþáttanna tengist ánægju þeirra með námið. Greint er frá megindlegri rannsókn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Hulda Jónsdóttir 1964-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14977
Description
Summary:Í þessari rannsókn er sjónum beint að þverfaglegum færniþáttum sem teljast mikilvægir í atvinnulífi á 21. öldinni. Markmiðið er að kanna hvort og hvernig skólakerfið efli þessa færniþætti meðal nemenda og hvort efling færniþáttanna tengist ánægju þeirra með námið. Greint er frá megindlegri rannsókn þar sem nemendur í Háskólanum í Reykjavík (HR) svöruðu spurningakönnun þar sem meðal annars var spurt hvort þeir teldu að það að stunda nám við skólann efldi með þeim tiltekna færniþætti. Þátttakendur voru 697 og var könnunin gerð í lok árs 2011. Svör nemenda eru einnig skoðuð í tengslum við almenna ánægju með námið. Unnið er út frá fræðigreinum um færniþætti á 21. öldinni og sú umræða tengd við kenningar í náms- og starfsráðgjöf. Sjónum er beint að þeim áherslum sem menntakerfið þarf að þróa til að efla færniþætti 21. aldar hjá nemendum. Niðurstöður benda til þess að nemendur telji að háskólanám efli með þeim þverfaglega færniþætti 21. aldarinnar og skýrir það hluta af almennri ánægju þeirra með námið. Hagnýting rannsóknarinnar felst meðal annars í því að miðla færniþáttum 21. aldarinnar til fagaðila í menntakerfinu og varpa ljósi á hvort háskólanám efli færniþættina og tengist ánægju nemenda með námið. Vonast er til að niðurstöðurnar nýtist náms- og starfsráðgjöfum og öðrum fagaðilum innan skólakerfisins, auk þess að nýtast HR. This study looks at the interdisciplinary skills considered important in the 21st century marketplace. The goal is to examine whether and how the educational system promotes these skills among students and whether that correlates with their contentment with the course of study. A quantitative research study is revealed in which students at Reykjavík University (RU) answered a questionnaire. Among other things, they were asked whether their studies promoted certain skills. The research was conducted in late 2011; 697 students participated. Their answers are also viewed in relation to their overall evaluation of the study course. The scientific basis is the fields of study on 21st century ...