Kvikmyndir úr kuldanum. Pólítísk þemu í þremur kvikmyndum Inúíta

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er kvikmyndagerð frumbyggja. Í ritgerðini fjalla ég aðallega um kvikmyndagerð Inúíta í Kanada og einblíni einkum á Fast Runner þríleikinn en kvikmyndir þríleiksins, Atanarjuat: The Fast Runner, The Journals of Knud Rasmussen og Before Tomorrow voru framleiddar í bænum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sturla Óskarsson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14947
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er kvikmyndagerð frumbyggja. Í ritgerðini fjalla ég aðallega um kvikmyndagerð Inúíta í Kanada og einblíni einkum á Fast Runner þríleikinn en kvikmyndir þríleiksins, Atanarjuat: The Fast Runner, The Journals of Knud Rasmussen og Before Tomorrow voru framleiddar í bænum Igloolik í Nunavut héraði Kanada. Ég greini inntak myndanna og áhrif þeirra bæði í Nunavut og í víðara samhengi Norður-Ameríku. Greining mín á myndunum og boðskap þríleiksins tekur að miklu leyti mið af pólítísku þema kvikmyndanna. Ég styðst við greiningu Huhndorf (2003) og Raheja (2007) og í samanburði kvikmyndanna nota ég strúktúralíska greiningu Lévi-Strauss. Ég held því fram að kvikmyndirnar séu hápólítískar. Þær senda skilaboð til samfélaga Inúíta um mikilvægi þess að varðveita eigin menningu og eru gagnrýnar á skaðsemi kanadískra stjórnvalda og vestrænna áhrifa á samfélög og menningu Inúíta. Í alþjóðlegu samhengi eru kvikmyndirnar ekki síst skilaboð um yfirráðarétt Inúíta yfir heimkynnum sínum í Norður-Kanada og leggja einnig sitt að mörkum við að afbyggja staðalímyndir Vesturlandabúa af Inúítum. This essay is about Inuit filmmaking in Canada. The focus is on the Fast Runner trilogy, which consists of the films Atanarjuat: The Fast Runner, The Journals of Knud Rasmussen and Before Tomorrow, all of which were produced in the town of Igloolik in the province of Nunavut in Canada. Each film of the trilogy is analyzed separately and then they are compared to each other in order to find the common message of the trilogy. This analysis relies on Huhndorfs (2003) and Rahejas (2007) analyses of Atanarjuat and in the comparison Claude Lévi-Strauss' structural analysis is applied to the films. The conclusion is that the films are highly political. The trilogy sends a message to Inuit communities, it emphasizes the importance of preserving their own culture and is critical of the negative effect of the Canadian government and of western influences on Inuit culture and communities. Outwards the films imply Inuit rights ...