Inntak umgengni. Rannsókn á úrskurðum og staðfestum umgengnissamningum hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2004 og árin 2008-2012

Það er staðreynd að foreldrar barns búa ekki alltaf saman. Ástæður þess eru margvíslegar, m.a. hjónaskilnaður, sambúðarslit eða að foreldrar barns hafi aldrei búið saman. Við slíkar aðstæður reynir á reglur um það hvernig haga beri umgengni við það foreldri sem barnið býr ekki hjá. Gengið er út frá...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Sigmundsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14817
Description
Summary:Það er staðreynd að foreldrar barns búa ekki alltaf saman. Ástæður þess eru margvíslegar, m.a. hjónaskilnaður, sambúðarslit eða að foreldrar barns hafi aldrei búið saman. Við slíkar aðstæður reynir á reglur um það hvernig haga beri umgengni við það foreldri sem barnið býr ekki hjá. Gengið er út frá því samkvæmt íslenskum rétti að umgengnisréttur sé gagnkvæmur réttur barns og þess foreldris sem það býr ekki hjá, og nýtur hann verndar 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994. Umgengni nýtur einnig verndar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013, en samninginn ber að hafa að leiðarljósi við alla nánari útfærslu á réttindum barna. Þá er kveðið á um umgengnisrétt o.fl. í VIII. kafla barnalaga nr. 76/2003 með síðari breytingum. Undanfarna áratugi hefur áhersla á sameiginlega ábyrgð foreldra á uppeldi barns almennt aukist. Með þeirri auknu áherslu má ætla að inntak umgengni hafi aukist. Rannsóknir, bæði hérlendis og á Norðurlöndunum, benda til að þeim tilvikum fjölgi þar sem börn dvelja jafnt hjá hvoru foreldri, eða í viku í senn. Úrskurðum og staðfestum samningum, þar sem kveðið er á um inntak umgengni, hefur og farið fjölgandi milli ára. Af þessu má draga þá ályktun að æ fleiri börn njóti reglubundinnar umgengni við það foreldri sem það býr ekki hjá. Í barnalögunum eru ekki reglur um inntak umgengninnar, heldur er gert ráð fyrir því að umgengni sé ákveðin eins og best hentar hag og þörfum hvers barns í hverju tilviki. Gera má ráð fyrir að tilhögun umgengni barns við foreldri sé með ýmsu móti. Oftast semja foreldrar sín á milli um hvert inntak umgengni skuli vera. Telja verður slíkt heppilegast og það sé börnum almennt fyrir bestu að sátt ríki milli foreldranna um tilhögun umgengni, en góð samskipti foreldranna hafa afar jákvæð áhrif á líf barns. Þá hafa foreldrar val um hvort þeir leiti staðfestingar sýslumanns á samningnum. Ríki ágreiningur um tilhögun umgengninnar er hægt að leita til sýslumanns ...