Orðhelgi: Samanburður á íðorðum og orðræðum stjórnarskráa Íslands, Þýskalands og Írlands

Undanfarin misseri hefur mikið verið ritað um þörf á nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í eftirfarandi verkefni voru íðorð og orðræða valinna kafla núgildandi stjórnarskrár Íslands rannsökuð og borin saman við sambærilega kafla stjórnarskráa Írlands og Þýskalands. Aðferðir íðorðafræði og orðræðugreini...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Baldvina Sævarsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14735
Description
Summary:Undanfarin misseri hefur mikið verið ritað um þörf á nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í eftirfarandi verkefni voru íðorð og orðræða valinna kafla núgildandi stjórnarskrár Íslands rannsökuð og borin saman við sambærilega kafla stjórnarskráa Írlands og Þýskalands. Aðferðir íðorðafræði og orðræðugreiningar voru notaðar til að kryfja textann frá hinu stóra samhengi orðræðunnar niður í minnsta mengi hugtakanna. Á þann hátt var leitast við að afhjúpa mögulegan merkingarmun á hugtökum sem notuð eru í stjórnarskránum og spurt hvort orðræður ritanna bæru þess merki við hvaða aðstæður þau voru skrifuð. Í ljós kom að íðorðanotkun íslensku stjórnarskrárinnar er ómarkviss, að merkingarmunur leynist í íðorðum tungumálanna þriggja sem þó eru notuð á svipaðan hátt, að merking hugtaka í íslensku lagamáli er oft og tíðum óljós og að augljós munur er á orðræðum ritanna sem má rekja til þeirra aðstæðna sem þær voru skrifaðar við. Lykilorð: þýðingafræði, stjórnarskrá, íðorð, íðorðafræði, orðræða, orðræðugreining, lagamál, lögskýringarfræði. A great deal has been written recently about the need for a new constitution for Iceland. The following thesis looks at terms and discourse from chosen chapters of Iceland‘s current constitution and compares to comparable chapters in the constitutions of Ireland and Germany. Methods of terminology and discourse analysis were used to analyse the text from the large context of discourse to the small context of concepts in an effort to reveal possible discrepancy in meaning of concepts that are used in the constitutions as well as to examine if the discourses of these three texts had tangible evidence of the circumstance of their origin. The thesis reveals that terms in the Icelandic constitution are not concise, that differences in meaning can be found in supposedly equal terms in the three languages, that Icelandic legal terms are often vague in meaning and that clear differences can be seen in the discourse of these texts that can be linked to their origins. Keywords: translation theory, ...