Mat markaðarins á vörumerkinu Herbalife: Hver er staðfærsla og ímynd Herbalife á Íslandi?

Mikið hefur verið fjallað um vörumerkið Herbalife í gegnum árin og virðast skoðanir fólks skiptast í tvo flokka. Við erum annarsvegar með þá einstaklinga sem nota vörur frá Herbalife og líkar vel við og hinsvegar þá sem leggjast virkilega á móti jafnt vörunum og þeim sem sjá um að selja þær og koma...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ívar Freyr Sturluson 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/14690
Description
Summary:Mikið hefur verið fjallað um vörumerkið Herbalife í gegnum árin og virðast skoðanir fólks skiptast í tvo flokka. Við erum annarsvegar með þá einstaklinga sem nota vörur frá Herbalife og líkar vel við og hinsvegar þá sem leggjast virkilega á móti jafnt vörunum og þeim sem sjá um að selja þær og koma þeim á framfæri, hinum svokölluðu Herbalife-dreifingaraðilum/leiðbeinendum. Markaður fyrir sölu fæðubótarefna á Íslandi virðist hafa farið stækkandi á síðustu árum og fannst því höfundi, sem er sjálfur Herbalife-leiðbeinandi, mikilvægt að gera rannsókn sem gæti sýnt fram á hina raunverulegu ímynd Herbalife þar sem samkeppni hefur harðnað. Ekki hefur verið gerð slík rannsókn hér á landi og því erfitt að gera sér grein fyrir þeirri ímynd sem vörumerkið Herbalife hefur á íslenskum markaði. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna mat markaðarins á virði vörumerkisins Herbalife, staðfærslu og ímynd. Mun höfundur fara yfir helstu fræðilegu hugtök markaðsfræðinnar í tengslum við viðfangsefni rannsóknarinnar. Fjallað verður lítillega um markað fæðubótarefna á Íslandi og um markaðssetningu og viðskiptahætti Herbalife. Gerð var eigindlega rannsókn með hálfopnu viðtali við tvo aðila innan markaðsráðs Herbalife á Íslandi til þess að hægt væri að bera saman staðfærsluna og hina raunverulegu ímynd. Megindleg rannsókn var svo framkvæmd dagana 17.–20. apríl 2013 til þess að svara þeim hluta rannsóknarspurningarinnar sem snýr að ímynd Herbalife á Íslandi. Settur var saman spurningalisti sem sendur var út með á samfélagsvefnum Facebook.com og á umræðuvefnum Bland.is. Samkvæmt niðurstöðum úr eigindlegri rannsókn um staðærslu er ímyndin jákvæð og tengist heilbrigðum lífsstíl einstaklinga og því holla líferni sem fylgir því að nota fæðubótarvörur Herbalife. Aðgreiningin er að mestu leyti hjá leiðbeinendum Herbalife og er það því sá þáttur sem skilur vörumerkið frá öðrum á markaði. Niðurstöður úr megindlegri rannsókn leiddi í ljós að ímynd Herbalife á Íslandi er ekki í samræmi við staðfærsluna. Mikil neikvæðni gagnvart vörumerkinu virðist ...